fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Leynist næsti heimsfaraldur í jarðveginum á Svalbarða?

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 28. desember 2021 07:05

Frá Svalbarða þar sem hlýnar með ári hverju. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áður en heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á voru loftslagsmál og hnattræn hlýnum áberandi í umræðunni og fréttum. Sérstaklega sú staðreynd að hitinn á jörðinni fer hækkandi sem aftur hefur í för með sér að ísinn á heimskautasvæðunum bráðnar. Það hefur í för með sér að yfirborð sjávar hækkar en það er ekki eini vandinn sem það hefur í för með sér.

Alexandre Anesio, prófessor við Árósaháskóla, vinnur að rannsóknum á loftslagsbreytingunum á Norðurheimskautinu og hann hefur áhyggjur af þróuninni. Ástæðan er að hvergi í heiminum er hitamunurinn meiri en þar og það getur haft mikil áhrif.

Forskning.no skýrir frá þessu. Fram kemur að Anesio stýri rannsókn þar sem rannsakað er hvað gerist með örverur á borð við bakteríur, veirur, sníkjudýr og sveppi þegar ísinn og sífrerinn bráðna. Stór hluti af þessum rannsóknum fer fram á Svalbarða. Vísindamennirnir hafa séð að eftir því sem sífrerinn hefur bráðnað hafa örverur í jarðveginum vaknað til lífsins. Í sífreranum er tvöfalt meira magn af koltvíildi en í andrúmsloftinu. Þegar örverurnar vakna sjá þær til þess að enn meira koltvíildi losnar út í andrúmsloftið.

Anesio segir að þegar örverurnar þiðni geti þær reynst mjög gagnlegar og hægt að nota þær til að búa margt til, þar á meðal bóluefni.

En þær eru ekki bara góðar því af þeim 78 bakteríutegundum sem vísindamennirnir hafa fundið á Svalbarða þá brjóta 32 þeirra rauð blóðkorn niður. „Þetta er alveg nýtt og við erum að reyna að skilja þetta,“ sagði Anesio og benti á að þetta snúist ekki bara um Svalbarða og Norðurheimskautasvæðið.  Í Ölpunum bráðni ísinn einnig og þaðan sé enn styttri leið fyrir örverur til að berast í fólk og gera það veikt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti