fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Kári fékk 782 jákvæð sýni til greiningar í morgun – Staðfest smit 664

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 27. desember 2021 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 800 einstaklingar greindust með ný smit COVID-19 í gær að sögn Kára Stefánssonar forstjóra íslenskrar erfðagreiningar en fyrirtæki hans fékk 782 jákvæð COVID sýni til raðgreiningar í morgun. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu RÚV í morgun.

Bendir þetta til að hátt í 800 smit hafi greinst í gær. Opinberar tölur hafa þó ekki verið birtar á vef covid.is. Rétt er að taka fram að í síðustu viku greindi Kári frá því að hafa fengið 518 jákvæð sýni en þann dag voru opinberar tölur þó lægri, eða 494, þar af 51 smit á landamærum.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um þrjú þúsund manns séu skráðir í PCR-sýnatöku við Suðurlandsbraut í dag og þúsund í hraðpróf. Ekki er búist við jafn langri röð og í gær, en Ragnheiður segir að röðina í gær megi skýra með veikindum hjá starfsmönnum heilsugæslunnar sem hafi valdið meiri hægagang en vanalega.

Uppfært 11.50 – 664 greindust smitaðir í gær hér innanlands samkvæmt opinberum tölum sem hafa nú verið birtar á covid.is. 8 greindust á landamærum, þar af þrír við fyrstu skimun, þrír við seinni og beðið er eftir mótefnamælingum í tveimur tilvikum. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Í gær

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum