fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Segir að Þýskaland vilji gera ESB að fjórða ríkinu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. desember 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jaroslaw Kaczinsky, varaforsætisráðherra Póllands og leiðtogi stjórnarflokksins PiS, segir að nýja þýska ríkisstjórnin vilji breyta EU í „fjórða ríkið“. Með þessum orðum vísar hann þriðja ríkis nasista.

Í samtali við hið íhaldssama pólska dagblað GPC sagði Kaczinsky að sum ríki séu „ekki hrifin af hugmyndinni um fjórða ríkið sem verði byggt á grunnstoðum ESB“. Þar vísar hann til þriðja ríkis nasista á árunum 1933 til 1945.

„Ef Pólverjar vilja vera með í svona nútíma undirgefni þá mun okkur hnigna á mismunandi hátt,“ sagði hann. Hann sagði einnig að dómstóll ESB, sem Pólverjum hefur verið stefnt fyrir, sé notaður sem „verkfæri“ fyrir alríkisstefnu.

Aðrir leiðtogar PiS hafa að undanförnu notað sömu lýsingar til að lýsa ESB-stefnu nýju þýsku ríkisstjórnarinnar sem er samsteypustjórn mið- og vinstriflokka.

Í stjórnarsáttmála nýju ríkisstjórnarinnar segir að lokamarkmiðið sé að mynda eitt evrópskt ríki og það fer fyrir brjóstið á PiS. Kaczynski hefur sagt að eitt evrópskt sambandsríki muni svipta Pólland sjálfsákvörðunarrétti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris