Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að eitt barn hafi fæðst í Keflavík á aðfangadag en ekkert á jóladag.
Engin börn komu í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og á fæðingarstofu Bjarkarinnar í Reykjavík þessa tvo daga. Eitt barn fæddist á fæðingarstofu Bjarkarinnar á Þorláksmessu.
Ekki fengust upplýsingar frá öllum fæðingardeildum landsins um fæðingar á aðfangadag og jóladag og því eru jólabörnin hugsanlega fleiri en þrettán.