fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Pressan

Gríðarleg aukning á tilkynningum um heimilisofbeldi í Þýskalandi eftir að heimsfaraldurinn brast á

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 27. desember 2021 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á virðist sem heimilisofbeldi hafi færst mikið í vöxt í Þýskalandi. Að minnsta kosti hefur tilkynningum um það fjölgað mikið. Fyrir faraldurinn fengu hjálparsamtökin Weisser Ring, sem sérhæfa sig í að aðstoða þolendur heimilisofbeldis, um 4.000 símtöl á ári. Á síðasta ári bárust 22.000 símtöl

Deutsche Welle segir að 80% þeirra sem hringja í samtökin og biðja um aðstoð séu konur. Miðillinn segir að frá 2019 þar til nú hafi símtölunum fjölgað úr um 4.000 á ári í 22.000 á síðasta ári. Samtökin reikna með að fjöldinn verði enn meiri á þessu ári.

„26% af tilkynningunum um heimilisofbeldi snúast um kynferðislegt ofbeldi,“ sagði Joerg Ziercke, forstjóri samtakanna, í samtali við Deutsche Welle.

Samkvæmt tölum frá lögreglunni þá bárust henni 150.000 tilkynningar um heimilisofbeldi á síðasta ári sem var 15% aukning frá árinu áður.

Deutsche Welle segir að fyrir margar þýskar konur sé hver dagur sannkölluð martröð og vitnar í fyrirsagnir nokkurra fjölmiðla að undanförnu:

„Laminn og kyrkt af maka sínum.“

„Varð fyrir alvarlegri árás frá eiginmanninum.“

„Fyrrum maki stakk kvenlækni 18 sinnum.“

„Staðan er mjög alvarleg. Heimilisofbeldi er orðið stór hluti af lífi margra kvenna,“ sagði Lina Stolz, formaður kvenréttindasamtakanna Terre des Femmes Germany. Hún sagði að ofbeldi gegn konum eigi sér stað í öllum lögum samfélagsins, óháð tekjum og stöðu fólks.

Konur eru oftast fórnarlömbin

Það eru aðallega konur sem verða fyrir ofbeldi inni á heimilunum. Deutsche Welle segir að ofbeldið eigi sér yfirleitt stað á stöðum þar sem konur eigi að geta talið sig öruggar, til dæmis í stofunni eða svefnherberginu.

Samkvæmt tölum frá þýsku lögreglunni er kona beitt ofbeldi í landinu fimmtu hverja mínútu. Þetta getur verið líkamlegt ofbeldi eða andlegt eða ofsóknir. Daglega er reynt að myrða þýska konu og þær tilraunir takast annan eða þriðja hvern dag. Yfirleitt er það maki eða fyrrum maki sem fremur morðið.

Það eru engin ný tíðindi að konur séu beittar ofbeldi innan veggja heimilisins en það var mjög algengt áður en heimsfaraldurinn skall á en hefur færst í aukana síðustu tvö árin. En tölurnar eru líklega ekki réttar því margar konur veigra sér við að tilkynna lögreglunni um ofbeldið og segir Deutsche Welle að niðurstöður rannsókna sýni að mikið vanti upp á að allar konur tilkynni ofbeldið. Niðurstöður einnar rannsóknar sýndu að allt að 90% ofbeldisverka gegn konum séu ekki tilkynnt. Hjá Weisser Ring er tekið undir þetta og sagði Dominic Schreiner, starfsmaður samtakanna, að ekki meira en 20% kvenna, sem eru beittar ofbeldi, leiti sér hjálpar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Pressan
Í gær

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna

Börn lögð inn á sjúkrahús vegna eitrunar – „Mislingakúr“ bandaríska heilbrigðisráðherrans um að kenna
Pressan
Í gær

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Í gær

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar

Ítalir í áfalli – Tvær stúdínur myrtar
Pressan
Í gær

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur

Skítarannsókn – Þessi skítur getur drepið krabbameinsfrumur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert

Heitar umræður í Svíþjóð – Íhuga að gera kaup á efni á OnlyFans refsivert
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump

Útskýrir fáránlega en sanna forsögu tollastefnu Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga

Annað barn í Texas lést af völdum mislinga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn

Börnin sem voru alin upp af dýrum – Úlfabörnin – Apabarnið – Kjúklingastrákurinn