fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Morðið á Emilie Meng – Þetta eru mistökin sem lögreglan gerði


Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var aðfaranótt 10. júlí 2016 sem Emilie Meng, 17 ára, sást síðast á lífi. Hún hafði verið úti að skemmta sér í Slagelse í Danmörku með vinkonum sínum. Þær tóku lest heim til Korsør og komu þangað um klukkan 4. Vinkonur hennar fóru með leigubíl en Emilie ætlaði að ganga heim. Eftir það sást hún ekki á lífi. Lík hennar fannst á aðfangadag í vatni við Regnemarks Bakke nærri Borup, um 60 kílómetra frá lestarstöðinni í Korsør. Lögreglan hefur játað að hafa gert mörg mistök við rannsókn málsins en ekki liggur fyrir hvort þessi mistök hafi orðið til þess að ekki tókst að hafa hendur í hári meints morðingja fyrr en nýlega.

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins í þau rúmlega sjö  ár sem eru liðin síðan Emilie var myrt en það var ekki fyrr en í apríl sem annað mál varð til þess að hún hafði uppi á meintum morðingja.

Rannsóknin hefur ekki verið laus við mistök og það hefur lögreglan viðurkennt.

Meðal þeirra mistaka sem lögreglan hefur gert að hafa ekki aflað sér upptakna úr eftirlitsmyndavélum á veitingastað McDonald‘s í Slagelse en þangað fóru Emilie og vinkonur hennar áður en þær fóru heim til Køge með lest. Þegar þær fóru á veitingastaðinn hafði skap Emilie breyst mikið og hún var ekki lengur í skapi til að skemmta sér.

Emilie sést til hægri á þessari mynd úr eftirlitsmyndavél á brautarstöðinni. Mynd:Danska lögreglan

„Ég hugsaði með mér að eitthvað væri að. Ég held að Emilie hafi grátið alla leiðina til McDonald‘s,“ sagði Nicole Gundtoft, vinkona hennar sem var með þessa nótt, í sjónvarpsþættinum „Forbrydelser der rystede Danmark“ árið 2019 en í þættinum var fjallað um morðið á Emilie. Nicole sagði að Emilie hafi verið mjög döpur á leið á veitingastaðinn eftir að hafa fengið skilaboð á Messenger frá einhverjum sem hún hafði átt í sambandi við. En lögreglan aflaði sér ekki upptakna úr eftirlitsmyndavélunum og þeim var eytt eftir 30 daga eins og venja er. Mai-Brit Storm-Thygesen, lögmaður fjölskyldu Emilie, sagði í sjónvarpsþættinum „Hvor er politiet“ að þarna gætu mikilvægar vísbendingar hafa leynst og nú séu þær glataðar að eilífu.

Lögreglan aflaði heldur ekki upptakna úr eftirlitsmyndavélum við fjóra einkavegi sem liggja frá lestarstöðinni í Korsør en þar gæti morðinginn hafa ekið bíl sínum. Lögreglan reyndi þó að fá þessar upptökur en um seinan, það var búið að eyða þeim. Lögreglan hefur viðurkennt að þessara upptakna hafi ekki verið aflað þar sem málið hafi í fyrstu verið meðhöndlað sem leit en ekki mannshvarf og morð. Ef svo hefði verið hefði rannsókninni verið háttað á annan hátt.

Hvíti Hyundai bíllinn fyrir utan lestarstöðina. Mynd:Danska lögreglan

Lögreglan aflaði sér þó upptöku úr eftirlitsmyndavél á lestarstöðinni í Korsør og á grundvelli hennar lýsti hún eftir hvítri Hyundai bifreið en eigandi hennar hefur ekki gefið sig fram.

Rangar upplýsingar notaðar árum saman

Ein af þungamiðjunum í rannsóknargögnum lögreglunnar eru gögn úr farsímakerfum. Lögreglan aflaði sér gagna um þá síma sem voru notaðir nærri lestarstöðinni og við vatnið í Borup á ákveðnum tímum. Ef þessi gögn eru lesin á réttan hátt er hægt að staðsetja með mikilli nákvæmni hvar símar og þá notendur þeirra voru staðsettir á ákveðnum tímapunktum. En 2018 uppgötvaði lögreglan að villur voru í þessum gögnum. Það vantaði gögn fyrir heila klukkustund og fjöldi símamastra voru ekki staðsett þar sem gögnin sýndu að þau væru. Gagnrýnendur segja að þessi röngu og ónákvæmu gögn hafi orðið til þess að morðinginn gat leynst fyrir lögreglunni. Lögreglan hefur ekki viljað svara því hvaða áhrif þetta gæti hafa haft á rannsóknina. Þessi mistök voru leiðrétt 2019 og þá fékk lögreglan öll þau gögn og símanúmer sem hafði vantað.

Kafbátsmorðinginn

Peter Madsen, sem afplánar nú ævilangan fangelsisdóm fyrir morðið á sænsku fréttakonunni Kim Wall, var í kastljósi lögreglunnar vegna morðsins á Emilie. Að minnsta kosti þrisvar sinnum skoðaði lögreglan hvort hann gæti tengst málinu og hún var með sendibíl, sem Madsen var með á leigu, í sinni vörslu um hríð.

Þetta er hvítur sendibíll en ekki Hyundai eins og lögreglan lýsti eftir.

Kim Wall og Peter Madsen.

Annað mál leiddi lögregluna til meints morðingja

Nú í apríl var 32 ára karlmaður handtekinn, grunaður um að hafa numið 13 ára stúlku á brott á Sjálandi, nærri Korsør, og að hafa haldið henni nauðugri á heimili sínu þar sem hann nauðgaði henni ítrekað. Nokkrum dögum eftir handtökuna tilkynnti lögreglan að hann væri grunaður um morðið á Emilie Meng.

Lögreglan vill ekki gefa mikið um vegna rannsóknarhagsmuna en sagði þó hafa komið höndum yfir bíl af tegundinni Hyundai i30, sem maðurinn átti árið 2016. Sama ár og Emilie var myrt. Bíllinn fannst i Slóvakíu.

Sami maður er einnig sakaður um hótanir og tilraun til að nauga 15 ára stúlku í nóvember síðastliðnum.

En stóra spurningin, sem margir velta fyrir sér, er hvort lögreglan hefði getað haft hendur í hári hins meinta morðingja mun fyrr en raunin er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn