fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Pressan

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Pressan
Sunnudaginn 15. desember 2024 21:30

Blake og Lachie

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum degi jóla árið 2004 stóð hin ástralska Jillian Searle frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs síns. Hún átti tvo syni og varð að taka ákvörðun um hvorum þeirra hún ætlaði að bjarga og hvor þeirra myndi deyja. „Ég vissi að við myndum öll deyja ef ég tæki ekki þessa ákvörðun,“ sagði hún um þennan skelfilega dag.

Searla var í fríi í Phuket í Taílandi ásamt eiginmanni sínum, Brad, og sonum þeirra tveimur, Lachie 5 ára og Blake sem var tæplega tveggja ára. Eins og margir muna varð gríðarlega öflugur jarðskjálfti í Indlandshafi þennan dag en hann mældist 9,2. Í kjölfar hans mynduðust gríðarlega flóðbylgjur sem skullu á ströndum margra ríkja, þar á meðal er Taíland. Talið er að rúmlega 230.000 manns hafi farist í þessum flóðbylgjum.

Flóðbylgjan

Searle-fjölskyldan hafði í skyndingu ákveðið að fara í frí til Taílands um jólin og hafði leigt sér herbergi á hóteli á miðri ströndinni í Phuket. Á öðrum degi jóla var ætlunin að vera á ströndinni við leik og afslöppun. „Á meðan ég smurði sólarvörn á drengina leit ég upp í heiðan himininn. Enn einn fallegur dagur hugsaði ég með mér,“ sagði Jillian og bætti við: „Þá tók ég eftir að mörg hundruð fuglar flugu upp og á brott frá ströndinni. Skyndilega heyrði ég djúpar drunuar. Þetta var eins og þota.“ That‘s Life skýrir frá þessu.

Á sömu sekúndu skall gríðarleg flóðbylgja á veggjunum við hótelgarðinn og gleypti allt sem á vegi hennar varð. Hún stefndi beint á Jillian og fjölskyldu hennar. „Hlaupið! Hlaupið!“ öskraði ég sagði hún og sagðist hafa gripið synina og hlaupið í áttina að afgreiðslusal hótelsins.

„Ég heyrði sjóinn nálgast mig en ég fékk ekki af mér að líta aftur fyrir mig. Ég hljóp í átt að morgunverðarhlaðborðinu svo við gætum skriðið upp á það en það var fullt af öðrum gestum, það var ekki pláss fyrir okkur þrjú. Gerið það, hjálpið mér, grét ég,“ sagði hún og bætti við: „Þegar unglingsstúlka rétt fram hönd vissi ég að ég varð að taka skelfilega ákvörðun og sleppa öðrum syni mínum. Hjarta mitt brast en ég vissi að ef ég tæki ekki þessa ákvörðun myndum við öll deyja.“

Lachie

Á örskotsstund varð hún að ákveða sig. Á þessari örskotsstund ákvað hún að aldur drengjanna væri lykilatriðið á bak við þessa skelfilegu ákvörðun. „Blake var bara 20 mánaða og ég vissi að að vegna ungs aldurs átti hann enga möguleika á að lifa þetta af einn síns liðs. Gegn vilja mínum sleppti ég takinu á Lachie og rétti hann ókunnugum,“ sagði hún.

Um leið skall flóðbylgjan á henni og Blake með svo miklu afli að hún var viss um að þau myndu öll deyja. Hún og Blake fóru á bólakaf og fannst henni að þau væru á kafi í heila eilífð. „Hann deyr í fangi mínu, hugsaði ég.“

Þegar þeim skaut loks upp á yfirborðið gat Jillian andað aðeins léttar, Blake öskraði, hann var á lífi. En öflug flóðbylgjan kastaði mæðginunum fram og til baka af miklum krafti að Jillian óttaðist að missa takið á Blake. Skyndilega fór sjórinn að renna til baka og það dró úr látunum. „Á einhvern hátt höfðum við lifað þetta af.“

Í miðri ringulreiðinni sá hún skyndilega andlit sem hún kannaðist við. Það var unglingsstúlkan sem hafði tekið við Lachie. „Ég sá hana uppi í tré en Lachie sá ég hvergi.“

Stúlkan staðfesti það sem hún óttaðist. Hún hafði ekki getað haldið í Lachie þegar flóðbylgjan skall á og hann var horfinn.

Þá birtist Brad og öskraði Jillian á hann að hún hefði týnt Lachie. Þau byrjuðu strax að leita að honum en urðu að hætta leitinni nær samstundis því sírena ómaði, önnur flóðbylgja var á leiðinni.

Jillian tók Blake og leitaði skjóls á leikvelli en Brad reyndi að halda leitinni að Lachie áfram. „Sem betur fer var bylgja númer tvö ekki eins stór og þegar hún var afstaðin flýttum við okkur af stað. Við óðum í gegnum brak og enduðum við hótelþak þar sem margir höfðu leitað skjóls, þar á meðal Brad,“ sagði hún. Hann hafði ekki fundið Lachie og þau voru ekki í neinum vafa, sonur þeirra hlaut að vera dáinn, fimm ára barn hefði ekki getað lifað þetta af. „Ég var óhuggandi,“ sagði Jillian.

Í tvær klukkustundir gengu þau stefnulaust um brakið til að reyna að finna Lachie og til að reyna að átta sig á þeirri martröð sem þau voru nú stödd í og glíma við þá miklu sorg sem sótti að þeim.

En í miðri ringulreiðinni heyrðu þau mann segja frá litlum dreng sem hann hafði fundið. Hann sagði að drengurinn hefði verið í bláum sundfötum með síðum ermum. Þeim mun meira sem hann sagði frá drengnum þeim mun vissari urðu Brad og Jillian í sinni sök: Lachie var á lífi!

Og allt í einu stóð litli drengurinn þeirra þarna í miðri ringulreiðinni. Nær algjörlega ómeiddur, aðeins með skrámu í andlitinu. „Mamma, ég er skítugur og þarf víst að fara í bað,“ sagði hann.

Jillian og synirnir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“