fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
EyjanFastir pennar

Heimir skrifar: Helsjúk forgangsröðun hjá Covidmálastjórn landsins – Jomman á undanþágu en Hjálpræðisherinn ekki

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 26. desember 2021 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimir Hannesson skrifar:

Hjálpræðisherinn þurfti að vísa 300 manns sem höfðu skráð sig í jólamat fyrir þessi jól frá vegna sóttvarnareglna. Af þeim eru 150 börn. Hvar ætli þau hafi verið um jólin? Á sama tíma voru undanþágur veittar svo efri-millistétt landsins kæmist á jólatónleika og á Jómfrúna í Þorláksmessutradissjón. Ekkert að því. Mig dauðlangaði sjálfum á Jommuna. En mig langaði meira að börnin fengju að borða.

Frá því fyrsta smitið kom upp hafa svo á bilinu 80 til 90 einstaklingar framið sjálfsmorð hér á landi, langflest þeirra yngri en 45 ára (skv. bráðabirgðatölum Landlæknis), en 37 dáið úr Covid, langflest eldri en 70 ára. Aftur og aftur er svo traðkað á rétti barna til þess að stunda sitt nám til að margbólusettir kennarar smitist ekki af einhverju sem er einfaldlega ekki hættulegt að fá, Covid.

Samfélag sem fórnar lífum, líkamlegri og andlegri heilsu ungmenna fyrir hagsmuni (mjög) fullorðins fólks er sjúkt. Virkilega sjúkt. Samfélag sem fórnar hagsmunum þeirra sem þurfa að sækja í félagsskap og mataraðstoð Hjálpræðishersins um jól á altari sóttvarna en er til í að sjá í gegnum fingur sér þegar kemur að klístruðum jólatónleikum, enda neyðin ekki það mikil, er sjúkt.

Ég spurði aðstoðarmann Landlæknis hvers vegna ekki lægi fyrir fjöldi sjálfsmorða nema fyrir fyrri helming árs, og það „bráðabirgðatölur.“ Nú, það er vegna skorts á réttarmeinafræðingum. Það er samt hægt að greina hvert einasta smit ofan í kjölinn, raðgreina í ræmur og elta hvar þúsundir manna hafa hóstað, hnerrað og heilsast marga daga aftur í tímann. En það er ekki hægt að taka saman hversu margir tóku eigið líf í þessu landi síðustu sex mánuði. Það er sjúkt.

Að ekki sé hægt að fjármagna geðheilbrigðispakkann almennilega þegar 2% af kostnaðinum við Covid myndu duga, er sjúkt.

Stefna íslenskra heilbrigðisyfirvalda er helsjúk.

Pistillinn birtist fyrst sem jólahugvekja á samfélagsmiðlum. Hann er hér birtur í heilu lagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin

Steinunn Ólína skrifar: Bensínstöðin sólin
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð

Þorsteinn Pálsson skrifar: Heil eilífð
EyjanFastir pennar
21.03.2025

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan

Steinunn Ólína skrifar: Höfnum vansældarviðskiptum og veljum vellíðan
EyjanFastir pennar
20.03.2025

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík

Svarthöfði skrifar: Flokksgæðingar fallinna flokka maka krókinn á Grindavík