Þó svo flestir landsmenn viti vel að á jóladag eru verslanir almennt lokaðar, þá kemur oft fyrir að eitthvað gleymist. Kannski er heimilið vel birgt upp af nauðsynjum, nema það gleymdist að kaupa klósettpappír. Þá eru góð ráð dýr.
Það hefur tíðkast í auknum mæli undanfarin ár að ein og ein verslun svari kalli dreifhuga landsmanna sem verða að ná í þennan eina hlut sem bjargað getur jóladagsboðinu.
DV tók saman smá lista yfir þær verslanir sem hafa opið í dag, listinn er þó ekki tæmandi og eru lesendur hvattir til að benda blaðamanni á verslanir sem ættu heima á listanum.
Krambúðin er með opið til 18:00 í eftirfarandi verslunum; Skólavörðustíg, Hófgerði, Laugarlæk, Lönguhlíð, Hjarðarhaga, Byggðarveg, Eggertsgötu, Hringbraut, Tjarnabraut og Selfossi.
Eins er opið til miðnættis í Krambúðinni á Borgarbraut á Akureyri
Pétursbúð á horninu á Ránargötu og Ægisgötu verður opin til 17:00 í dag, líkt og fyrri ár.
Verslunin Rangá í Skipasundi er með opið til 17:00 í dag
Verslanir Lyfju í Smáratorgi og í Lágmúla eru opnar til miðnættis.
Apótekarinn í Austurveri er opinn til miðnættis.