fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Þórdís segir nei – „Svarið getur ekki verið ann­að“

Eyjan
Laugardaginn 25. desember 2021 14:19

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sem og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki forsvaranlegt að „takmarka mannréttindi og athafnafrelsi fólks til langframa vegna hugsanlegs álags á heilbrigðiskerfið og heilbrigðisstéttirnar.“

Þetta kemur fram í áramótapistli hennar sem birtist hjá Kjarnanum.

Samfélag í skugga

Þórdís rekur að fyrir ári síðan hafi landsmenn verið bjartsýnir á að bóluefni við COVID-19 gæti kveðið niður faraldurinn. Raunin reyndist þó önnur.

„Sam­fé­lagið er allt í skugga þessa langvar­andi ástands. Margir eru kvíðnir og hrædd­ir. Fjöl­miðlar eru upp­fullir af marg­vís­legum frétt­um, flestum uggvekj­andi. Í umræð­unni fá nei­kvæðar og kvíða­vald­andi fréttir jafnan meiri sess en fréttir sem fela í sér bjart­sýni og von.“

Þórdís segir að heilbrigðiskerfi Íslendinga sé sagt ekki ráða við ástand þar sem fleiri en 40-60 greinist smitaðir á dag. Sem sé undarlegt í ljósi þess að nú þegar hvert smitmetið fellur á eftir öðru liggi aðeins 11 einstaklingar inni.

Mitt svar við þessu er nei

Sóttvarnaaðgerðir hafi gríðarleg áhrif á líf barna og ungmenna sem þurfi að einangra sig dögum saman jafnvel þó þau séu einkennalaus. Ungmenni séu að missa af mikilvægum tíma í félagslífinu og þessar fórnir séu þau að færa þrátt fyrir að faraldurinn valdi að jafnaði litlum veikindum meðal þess aldurshóps.

„Sem sam­fé­lag stöndum við því frammi fyrir ákaf­lega erf­iðri og vanda­samri spurn­ingu: Er for­svar­an­legt að tak­marka mann­rétt­indi og athafna­frelsi fólks til lang­frama vegna hugs­an­legs álags á heil­brigð­is­kerfið og heil­brigð­is­stétt­irn­ar?“

Þórdís segir svarið hennar við ofangreindri spurningu ljóst.

„Mitt svar við þessu er nei. Svarið getur ekki verið ann­að. Slíkar aðgerðir getum við ein­ungis rétt­lætt ef um tíma­bundið neyð­ar­á­stand er að ræða þar sem við sjáum til lands um hvenær unnt verði að aflétta slíkum höml­um.“ 

Bjartsýni, hugrekki og lífsgleði

Sagan hafi kennt okkur að það sé fátt hættulegra lýðræði og mannréttindum en viðvarandi ótti og neyðarástand sem heimili valdhöfum gífurleg afskipti af borgurum sínum. Nú sé kominn tími til að horfa á stærra samhengið. Hvaða áhrif faraldurinn og takmarkanir hafi á geðheilsu og lífsgleði, á jaðarsetta hópa, á ónæmi ungra kynslóða fyrir öðrum sjúkdómum og fleira.

„Hvaða áhrif hefur það í sam­fé­lag­inu þegar lög­reglu er í auknum mæli falið það hlut­verk að hafa afskipti af einka­lífi borg­ar­anna í nafni sótt­varna? Mun gagn­rýnin umræða og raun­veru­legt frjáls­ræði í vís­indum halda velli? Tekst okkur að standa vörð um dýr­mæt mann­rétt­indi á borð við tján­ing­ar­frelsi, sam­komu­frelsi og ferða­frelsi? Þetta eru mæli­kvarðar sem verður að hafa í huga.“

Þórdís segir að nú séu nærri tvö ár liðinn frá því að COVID nam hér land, og tvö ár skipti sérstaklega miklu máli hjá börnum og ungmennum. Það sé því ekkert smáræðismál ef fleiri ár verði tekin af þessum hópi.

„Um leið og ég óska les­endum gleði­legrar hátíðar lýsi ég þeirri ein­lægu von minni að ára­mótapistl­arnir í lok árs­ins 2022 ein­kenn­ist af bjart­sýni, hug­rekki og lífsgleði—og fögn­uði yfir því að sam­fé­lagið sé aftur komið á réttan kjöl.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Moyes aftur til Everton
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum