Íslenski landsliðsmaðurinn Brynjar Ingi Bjarnason er að yfirgefa Ítalíu eftir aðeins hálft ár þar í landi. Dvöl hans hjá Lecce hefur ekki heppnast vel.
Brynjar hefur fengið fá tækifæri með Lecce sem leikur í næst efstu deild en á sama tíma hefur honum vegnað vel með íslenska landsliðinu.
Erlendir miðlar segja frá því að Vålerenga, Bodö/Glimt, Hammarby og Malmö vilji öll kaupa Brynjar frá Lecce. Áður hafði Fótbolti.net sagt frá því að Rosenborg vildi kaupa hann
Ljóst er að hart er því barist um þennan öfluga íslenska landsliðsmann sem getur valið úr tilboðum. Mun það verða til þess að hann getur hækkað launapakka sinn nokkuð hressilega.
Brynjar var seldur frá KA í sumar til Lecce en nú virðist ljóst að hann ætlar að fara frá Ítalíu. Hann hefur möguleika bæði í Noregi og Svíþjóð og ekki er ólíklegt að eitthvað annað komi upp á næstu dögum.