fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

„Hryllileg eftirköst“ á Ásvegi eftir að tveir hundar urðu ketti að bana – „Þeir voru bara búnir að tæta hann í sig“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 16:46

Hundarnir sem urðu kettinum að bana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir hundar urðu ketti að bana við Ásveg í 104 Reykjavík í dag. Íbúi á svæðinu greinir frá þessu í Facebook-hópnum Langholtshverfi – 104 og biður um leið hundaeigendur að hafa hundana sína í bandi. „Kötturinn er svartur og búið er að fara með hann á dýraspítala. Eftirköstin eru vægast sagt hryllileg í garðinum hjá okkur,“ segir konan í færslunni.

DV hafði samband við aðra konu sem býr á svæðinu sem kom að hundunum þegar þeir voru að leika sér að lífi kattarins í garðinum. Konan varð var við að eitthvað var að þegar hún heyrði köttinn mjálma af angist. Hún ákvað að kanna málið nánar og sá þá annan hundinn með köttinn í gininu.  Hún gerði hvað hún gat til að reyna að hræða hundana í burtu og tókst henni að lokum en þá var kötturinn nú þegar dauður. „Þeir voru bara búnir að tæta hann í sig,“ segir hún um málið í samtali við blaðamann.

Konan tók köttinn og dreif sig upp á dýraspítalann í Víðidal með hann svo hægt væri að skanna örmerkinguna á honum og hafa samband við eiganda hans. Hún segir köttinn hafa verið illa farinn eftir hundana og óttast hvað hefði gerst ef þeir hefðu verið lausir mikið lengur. Sem betur fer náði Dýraþjónusta Reykjavíkur að fanga hundana og er nú verið að leita að eiganda þeirra.

„Þetta var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast“

Atvikið hefur ekki farið vel ofan í íbúa í hverfinu ef marka má athugasemdirnar við færsluna í Facebook-hópnum. Einn íbúi í hverfinu segir til dæmis að búið hafi verið að tilkynna þessa hunda og að þeir hafi næstum því orðið öðrum ketti að bana áður. „Það er margbúið að tilkynna þessa hunda en ekkert er gert. Hvers konar verkferlar eru í gangi. Þeir voru einu sinni mjög nálægt því að tæta köttinn okkar í sig en náðum að bjarga honum á síðustu stundu. Þetta var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast. Samúðarkveðjur á eiganda kattarins,“ segir íbúinn.

„Guð minn góður ég myndi tryllast! Hver á þessa hunda?“ segir svo annar íbúi í hverfinu í athugasemd við færsluna og fleiri taka í svipaða strengi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Í gær

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt