fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

500 smita múrinn næstum rofinn – Kári segir viðbúið að þeim fjölgi enn frekar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. desember 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 500 ný smit COVID-19 greindust hér á landi í gær, en um er að ræða langflest smit sem greinst hafa á einum degi hér frá upphafi faraldursins. RÚV greinir frá þessu, en opinberar tölur hafa ekki verið birtar á covid.is.

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu RÚV að fyrirtæki hans hafi fengið 518 jákvæð sýni til raðgreiningar í dag, en öll jákvæð sýni séu nú send til þeirra meðal annars til að greina hvaða afbrigði veirunnar um ræðir.

Kári sagði að þessar tölur ættu ekki að koma á óvart miðað við stöðuna í dag þar sem veiran sé í veldisvexti og við því að búast smitum fjölgi enn frekar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti.

Kári gagnrýnir jafnframt nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrir að hafa fallist á að veita veitingamönnum og viðburðarhöldurum undanþágu frá hertu reglunum í dag.

Kári spáði því fyrr í vikunni að við færum að sjá upp í 600 smit á dag þrátt fyrir hertar aðgerðir.

Uppfært: 12:14 – Formlegar tölur um fjöldasmita hafa nú verið birtar og voru smit færri en greint er frá hér að ofan. 443 smit greindust innanlands en 51 á landamærum – alls 494 smit sem rauf ekki 500-múrinn líkt og upphaflega sagði í fyrirsögn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi