fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
FókusViðtalið

Arna er loksins laus úr búrinu – „Ég vissi að ég var stelpa þegar ég var fjögurra ára“

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 23. desember 2021 10:00

Anna Magnea Danks. Á myndinni til hægri er hún að verða sex ára. Aðsendar myndir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Magnea Danks kom loks út úr skápnum fyrir fjórum árum sem trans kona. Eftir að hafa orðið fyrir hópnauðgun af hálfu skólafélaga aðeins ellefu ára gömul fór hún í miklar felur með sjálfa sig og hætti að hleypa fólki að sér. Hún eignaðist þrjá syni með tveimur konum og var með seinni konunni í tíu ár áður en hún leyfði sannleikanum að njóta sín og kom út úr skápnum fyrir fullt og allt. Arna tekur þátt í réttindabaráttu trans fólks því henni finnst hún skulda litlu Örnu það sem átti sér engar trans fyrirmyndir.

Arna gefur lítið fyrir fullyrðingar þess efnis að trans konur hafi á einhverjum tímapunkti verið karlmenn og þar með notið góðs af þeim forréttindum sem karlmennskan veitir í samfélagi feðraveldisins.

„Ég er trans kona, fædd 1970. Ég vissi að ég var stelpa þegar ég var fjögurra ára en það var erfitt að geta verið ég sjálf í samfélagi sem var ekki tilbúið fyrir mig. Fjögurra ára horfði ég í spegil og sá ekki sjálfa mig heldur eitthvað sem ég var ekki. Ég grét af ótta og reyndi að segja móður minni frá en hún brást reið við. Lengi vel reyndi ég að horfa ekki í spegil,“ segir Arna. „Átta ára dansaði ég um með naglalakk, varalit út á kinn, í gömlum spariskóm af móður minni og dreymdi um að verða ballerína þegar faðir minn kom að mér og lét snoða mig. Þegar löngu ljósu lokkarnir féllu á gólfið kom í ljós að ég var með valbrá aftan á hnakkanum. Faðir minn og rakarinn hlógu og sögðu: Nei, sjá þetta! Bara puttafar andskotans!“

Lítil stelpa, föst í líkama stráks

Hún ólst upp við andlegt, líkamlegt og síðar fjárhagslegt ofbeldi föður síns og andlegt ofbeldi móður sem fólst meðal annars í afskiptaleysi. Þetta gerði henni enn erfiðara fyrir að vera hún sjálf.

Arna var níu ára þegar eineltið byrjaði. Hún var sögð „skrýtin“ og „stelpustrákur.“ Hún vissi líka að hún var ekki eins og allir hinir. Hún var lítil stelpa, föst í líkama stráks.

Hún var ellefu ára þegar átta strákar í skólanum tóku sig saman, réðust á hana og nauðguðu henni. „Ég var barin sundur og saman, sparkað í mig, ég var neydd til að kyngja úldnum fiski og honum var þrýst inn í mig. Þegar ég skjálfandi og titrandi kom til sjálfs míns þá var ég ein og niðurlægð, blæðandi að neðan, ælandi að ofan, með sár á sálinni sem ég þorði ekki að tala um næstu þrjátíu árin. Mér hafði verið hópnauðgað því ég var svo mikil píka, kerling, tussa. Þetta voru orðin sem þeir notuðu á meðan þeir spörkuðu, hlógu og misþyrmdu mér.“

Árásin hafði alvarlegar afleiðingar á Örnu litlu sem byrjaði í framhaldinu að stunda sjálfskaða. „Ég byrjaði að skera mig, hata sjálfa mig, trúa að ég hafi fæðst röng og sé í raun afstyrmi sem eigi ekkert gott skilið. Tólf ára fer ég að reyna að vera strákur og fylgist grannt með því hvernig strákar haga sér. Ég byrjaði að fela mig, afneita sjálfri mér og bjó við stöðugan ótta.“

Hún rifjar upp þegar eldri maður sagði við hana þegar hún var unglingur í sumarvinnunni að hann vilji nauðga henni því hún sé svo stelpuleg. „Ég fylltist ógeði en líka gleði yfir því að hann sagði að ég væri stelpuleg. Ég hataði mig síðan fyrir þessar tilfinningar.“

Eiginkonan gekk á hana

Arna var sextán ára þegar hún gerði fyrstu sjálfsvígstilraunina. Hún reyndi aftur tveimur árum seinna.

Það var ekki fyrr en hún var orðin rúmlega þrítugt sem hún áttaði sig. „Þá uppgötva ég loksins hvað var að mér, hvers vegna ég er eins og ég er. Ég er trans. Og þá fylltist ég annars konar ótta en áður – ótta við hatrið sem biði mín, fordómana og ótta við höfnun.“ Henni var seinna nauðgað af manni sem hún hafði talið vin sinn en henni var ýmist ekki trúað, sagt að hún hafi beðið um þetta eða sagt að hún hefði átt þetta skilið því væri trans. En hún flúði inn í skápinn aftur, ljúgandi að sjálfri sér að hún væri ekki trans, bara geðveik og hún gæti sigrað geðveikina – hún ætlaði að verða „venjuleg.“

Arna eignaðist þrjá syni með tveimur konum, og giftist seinni konunni sem hún var með í tíu ár áður en hún kom út úr skápnum fyrir fullt og allt. „Okkar hjónaband var gott að mörgu leyti. En hún fann að ég varð þyngri og þyngri. Að lokum gekk hún á mig og spurði: Ertu hommi?“ segir Arna og hlær. „Hún var þá búin að sjá eitthvað í gegn um grímuna. Og ég svaraði henni: Ó, ef það væri bara svo einfalt.“

Hún segist allt hjónabandið hafa búið við ótta þar sem hún reyndi að sannfæra sjálfa sig um að haga sér bara eins og „venjuleg manneskja“ og halda leikritinu áfram. „Ég sagði við sjálfa mig að ég myndi bara fæðast rétt í næsta lífi. En síðan hafði ég ekki úthald í að bíða eftir næsta lífi. Þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara. Ég þekkti sjálfa mig ekki í speglinum og tengdi ekki við ljósmyndir af mér. Ég var fugl í búri og var á endanum sokkin í djúpt þunglyndi. Ég var búin að ganga frá öllu, búin að gera erfðaskrá og ætlaði bara að drepa mig því ég vildi ekki gera konunni minni það að koma út. Ég vildi að hún hefði minninguna. Ég var búin að plana slys og útfæra það í smáatriðum. Ég var búin að ganga frá öllum lausum endum.“

Sagði skilið við leikrit óttans

Arna var 47 ára þegar hún sagði loks skilið við leikritið sem líf hennar hafði verið. „Ég átti tvo valkosti, að lifa sem trans mamma drengjanna minna eða deyja og skilja eftir minningu um mann sem var aldrei raunverulegur, bara hlutverk í leikriti óttans, fæddan af áratuga ofbeldi og fordómum samfélagsins.“ Og hún ákvað að lifa og vera hún sjálf. Það eru ekki nema fjögur ár síðan.

„Strákarnir kalla okkur báðar mömmur. Við erum góðir vinir og búum í sama hverfi. Það var af ásetningi gert til að strákarnir og vinir þeirra hefðu jafnt aðgengi að báðum heimilum. Eins og hún orðar það í dag: Við erum frábærir samstarfsaðilar í barnauppeldi.“

Vissulega var skilnaðurinn þó erfiður. „Hún vildi ekki vera gift annarri konu og var lengi vel sár yfir því að hafa verið plötuð til að vera gift konu í öll þessi ár. Hún áttaði sig á því að ég hafði aldrei verið karlmaður. Það var hluti af þessu.“ En þær vönduðu til verka og höfðu hagsmuni drengjanna að leiðarljósi þegar þær skildu. Þær gáfu sér tíma, fóru í fjölskylduráðgjöf og í gegn um sáttaferli. „Við unnum þetta eins skynsamlega og ég held að hafi verið hægt við þessar kringumstæður,“ segir hún.

Sumarið 2018 byrjaði hún í hormónameðferð. „Núna er ég fimmtíu-og-eins árs og er ég er loksins að sjá sjálfa mig í speglinum. Ég hef ekkert að fela lengur, hef ekkert að óttast. Ég er það sem ég er og hef alltaf verið. Ég er kona sem var eitt sinn föst í fangelsi en er nú frjáls.“

Missti vini og ættingja

Nú er hún líka tilbúin að taka þátt í baráttunni, fyrir vitundarvakningu og réttindum trans fólks. „Við þá sem halda að fólk sé að leika þá vil ég segja að það leikur sér enginn að því að vera trans, það leikur sér enginn að því að ganga í gegn um allar þessar hörmungar til þess eins að fá að vera það sjálft.“

Hún mótmælir líka umræðu um að trans konur séu ekki alvöru konur eða skilji ekki hvað sé að vera alvöru kona því þær fari ekki á túr. „Þetta heyrist oft. En að vera kona er meira en að fara á túr. Það er fullt af konum sem hafa þurft að fara í legnám og fara því ekki á túr. Konur hætta ekki að vera konur eftir breytingaskeiðið. Og allir viðurkenna stelpur sem stelpur þó þær hafi aldrei farið á túr. Ef þetta væri nú hún upphaf og endir alls,“ segir hún þegar hún vekur athygli á þessum fáránleika.

Það var frelsandi að vera loksins hún sjálf gagnvart öðrum en hún þurfti líka að mæta þeim ótta sem hafði nagað hana alla tíð. „Þú ert alltaf að fela þig því þú veist innst inni að þú ert ekki þessi gagnkynhneigði karlmaður sem þú þykist vera heldur er það bara hlutverk sem þú leikur til að lifa af. Það er alltaf þessi undirliggjandi ótti um að einhver sjái í gegn um grímuna og komist að sannleikanum. Þú ert hrædd við höfnun og hrædd við að vera fordæmd, hrædd við að missa fólk. Og þegar ég kom út þá missti ég fullt af fólki. Allt sem ég óttaðist gerðist. En þegar þú ert búin að missa allt hefurðu engu að tapa lengur.  Ég missti bæði vini og ættingja, fólk sem hætti að hafa samband, hætti að koma í kaffi. En kannski var gott að losna við sumt af þessu fólki, ef við getum orðað þetta þannig. Þegar maður elst upp við ofbeldi verður maður meðvirkur með fólkinu í kring um sig. Það var líka léttir að losna við fólk sem ég var sífellt að reyna að styðja því mér fannst ég þurfa þess en þetta sama fólk sneri við mér bakinu þegar ég fór að lifa í mínum sannleika. Þá spurði ég mig bara af hverju ég hafi verið að styðja þetta fólk í öll þessi ár.“

Fyrir allar litlu Örnurnar

Arna segir að þegar hún var lítil stúlka dreymdi hana oft um að vakna í réttum líkama næsta dag. „Þetta er eins og að trúa á einhyrninga. Þú trúir en þú sérð þá aldrei. Og smátt og smátt ferðu að missa trúna. Trans fólk er ekki nema um eitt prósent af mannkyninu. Við erum fágæt og það er mikilvægt að börn og unglingar eigi sér fyrirmyndir. Ég er vel menntuð og fjárhagslega sjálfstæð. Ef ég tek ekki þátt í baráttunni, hver þá? Ég bý við ákveðið öryggi og forréttindi því ég er með góða menntun og bý við fjárhagslegt sjálfstæði sem margar trans konur gera ekki. Mér finnst ég skulda litlu Örnu, stelpunni sem vissi hvað hún var þegar hún var fjögurra ára, að standa í þessari réttindabaráttu. Ég vil gera þetta fyrir allar litlu Örunrnar þarna úti sem þurfa að sjá manneskju eins og mig, þurfa að fá að vita að þetta er ekki bara í hausnum á þeim. Við erum til í alvörunni.“

Og eins sátt og Arna er að mörgu leyti í dag þá er líka sorg innra með henni. „Ég syrgi þann tíma sem ég er búin að tapa, að hafa ekki fengið að vera ég sjálf frá byrjun. Ég er þakklát fyrir hjónabandið sem ég átti, ég er þakklát fyrir börnin mín og að ég sé á þessum stað í dag. Ég hef verið í viðtölum hjá Pieta samtökunum og ég hef verið í viðtölum hjá Stígamótum. Ég er að moka flórinn og taka til. Ég er ekki heild og kannski verð ég aldrei heil, en ég er minna skemmd en margir sem hafa lent í helmingnum af því sem ég hef lent í. Þegar þú ert í feluleik þá ertu fangi óttans. Ég er ekki lengur fangi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 18 mínútum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
433Sport
Fyrir 29 mínútum

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 48 mínútum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 48 mínútum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur
Eyjan
Fyrir 1 klukkutíma

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Pressan
Fyrir 18 mínútum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
433Sport
Fyrir 29 mínútum

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 48 mínútum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 48 mínútum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur
Eyjan
Fyrir 1 klukkutíma

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Pressan
Fyrir 18 mínútum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
433Sport
Fyrir 29 mínútum

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 48 mínútum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 48 mínútum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur
Eyjan
Fyrir 1 klukkutíma

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Pressan
Fyrir 18 mínútum

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði

Dýrasti banani heims? – Banani á vegg seldist fyrir tæpar 900 milljónir á uppboði
433Sport
Fyrir 29 mínútum

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta

City staðfestir nýjan samning við Guardiola – Engin klásúla til að rifta
Eyjan
Fyrir 48 mínútum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
433Sport
Fyrir 48 mínútum

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst

Romano uppljóstrar því hvaða stöðu Amorim vill kaupa í fyrst
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki

Fékk á sig fúkyrðaflaum fyrir klæðnað í jarðarför Liam Payne – Sagan er hins vegar falleg og hreyfir við fólki
Fókus
Fyrir 1 klukkutíma

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur

Notaleg kvöldstund fyrir bókaunnendur
Eyjan
Fyrir 1 klukkutíma

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
433Sport
Fyrir 1 klukkutíma

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku

Amorim til í að losna við manninn sem fær 35 milljónir á viku
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði

Kostuleg saga af því þegar hann fékk símtal frá Ferguson – Skildi ekki orð af því sem hann sagði
Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!