fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Morgunblaðið birti áróður Írisar gegn trans fólki – „Mann­ver­ur geta ekki skipt um kyn“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 22. desember 2021 18:30

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mann­ver­ur geta ekki skipt um kyn frek­ar en kynþátt. Að halda öðru fram – að láta börn synda í „þessu botn­lausa lyga­kvik­syndi“ – er bein­lín­is mis­notk­un.“

Þessi tilvitnun birtist í Morgunblaðinu í morgun en það er fjölmiðlafræðingurinn og „skoðanakrimminn“ Íris Erlingsdóttir sem skrifar þessi orð. Um er að ræða tilvitnun í pistil sem Íris skrifaði og var birtur á prenti í Morgunblaði dagsins í dag eins og hver annar skoðanapistill.

Pistillinn fjallar um réttindi trans fólks en óhætt er að segja að líta megi á pistilinn sem áróður gegn trans fólki. Íris, sem búsett er í Bandaríkjunum, nýtir kunnuglega strámenn í pistlinum eins og að karlmenn nýti sér réttindi trans fólks til að koma sér inn á svæði kvenna.

„Aðallega eru það karl­ar sem hafa nýtt sér rétt­inn til að tékka sig inn í kven­kyn með sam­svar­andi rétt­inda­missi fyr­ir kon­ur. Hér í Banda­ríkj­un­um hafa transaðgerðasinn­ar vaðið yfir kyn­bund­in rétt­indi kvenna og reisn; inn í sal­erni kvenna og bún­ings­klefa; í kvenn­aíþrótt­ir, sem hafa verið yf­ir­tekn­ar af körl­um í konu­leik; inn í kvennafang­elsi, þar sem kon­ur verða að deila vist­ar­ver­um með körl­um, sama hvort þeir eru blíðlynd­ir skattsvik­ar­ar og þjóf­ar eða nauðgarar og morðingj­ar.“

Ástæðan fyrir skrifum Írisar er sú að dóttir hennar segist ekki geta notað klósettin í skólanum sínum sökum þess að strákar geta komið inn á þau. „Það er ekk­ert prívat, svo ég verð að halda í mér þangað til ég kem heim,“ segir hún dóttur sína hafa sagt eftir að heimillislæknirinn tjáði henni að hún væri með vott af blöðrubólgu vegna þess að hún fer ekki á klósettið þegar henni er mál.

Ósátt með nýyrðið

Pistillinn ber yfirskriftina „Dóttir mín legberinn“ og fjallar að hluta til um þetta nýyrði sem notað hefur verið um þá einstaklinga sem eru með leg. Íris virðist ekki vera sátt við nýyrðið og hraunar duglega yfir það í pistlinum, eins og það sé valdurinn að blöðrubólgu dóttur sinnar.

„Eiga þess­ir nýyrðasmiðir systkini? Börn? Ég á þrjú. Eitt er semsagt „leg­beri“, hin tvö eru … pung­ber­ar? Mhm, já í guðs bæn­um, losið okk­ur við eineltis­vald­inn og orðskrípið „kona“ úr … leg­bera­mál­inu? Við skul­um endi­lega banna orðin sem við not­um til að tjá okk­ur um raun­veru­leik­ann – enda höf­um við greini­lega enga þörf fyr­ir hann leng­ur – og nota í staðinn hé­gilj­ur og falskt froðusnakk, full­komið til að lýsa lyg­inni sem við lif­um,“ segir hún í pistlinum.

Undir lokin virðist Íris halda að allt sé öfugsnúið. „Kyn­gervis­hug­mynda­fræði er ná­kvæm­lega … gervi. Lygi. Karl­ar eru kon­ur. Stelp­ur eru strák­ar. Upp er niður. Svart er hvítt. Heitt er kalt,“ segir hún.

Íris botnar svo pistilinn með orðunum sem þessi frétt hófst á. „Við vit­um að mann­ver­ur geta ekki skipt um kyn frek­ar en þær geta skipt um kynþátt. Að halda öðru fram – að láta börn og ung­linga synda í „öllu þessu botn­lausa lyga­kvik­syndi [sem] er verið að hrósa“, eins og Þór­berg­ur sagði, er bein­lín­is mis­notk­un.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans