fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
433Sport

Þessir einstaklingar koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2021

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. desember 2021 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að opinbera hvaða 10 íþróttamenn koma til greina sem Íþróttamaður ársins 2021 í kjörinu hjá samtökum íþróttafréttamanna.

Kjörið er árlegt en Sara Björk Gunnarsdóttir sem vann kjörið á síðasta ári er ekki á listanum í ár. Sara eignaðist sitt fyrsta barn á árinu og var lítið með sökum þess.

Kári Árnason sem lagði skóna á hilluna í ár kemst á listann en hann varð Íslands og bikarmeistari með Víkingi og stóð vaktina með íslenska landsliðinu.

Sveindís Jane Jónsdóttir er einnig á lista en hún gerði það gott í Svíþjóð á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og var lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Þrír leikmenn koma úr handboltalandsliði karla og og Rut Arnfjörð Jónsdóttir úr Þór/KA er einnig á lista. Hún vann alla titla sem í boði voru og lék vel með landsliðinu.

Martin Hermansson sem lék vel á Spáni með Valencia er á listanum auk fleiri einstaklinga. Samtökin tilnefna einnig lið ársins og þjálfara ársins.

Tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021 í stafrófsröð:
Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku
Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni
Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R.
Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA
Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni
Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskalandi
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð

Mynd/Valli

Þrjú efstu liðin í stafrófsröð:
Ísland, kvennalandslið í hópfimleikum
KA/Þór, mfl. kvenna í handbolta
Víkingur R., mfl. karla í fótbolta

Þrír efstu þjálfararnir í stafrófsröð:
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistaraflokks karla hjá Víkingi í fótbolta
Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjög óvænt tíðindi af hjónunum heimsfrægu: Hélt framhjá og var tívegis sparkað út – Gætu nú flutt saman til Asíu

Mjög óvænt tíðindi af hjónunum heimsfrægu: Hélt framhjá og var tívegis sparkað út – Gætu nú flutt saman til Asíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi ekki uppáhalds leikmaður undrabarnsins – Horfði meira á aðra stjörnu í liðinu

Messi ekki uppáhalds leikmaður undrabarnsins – Horfði meira á aðra stjörnu í liðinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ómar Ingi velur hóp til æfinga

Ómar Ingi velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virtur miðill segir Liverpool hafa áhuga – Yrði alls ekki ódýrt

Virtur miðill segir Liverpool hafa áhuga – Yrði alls ekki ódýrt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aldís þjálfar tvö yngri landslið Íslands

Aldís þjálfar tvö yngri landslið Íslands
433Sport
Í gær

Tjáir sig á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að sonurinn var sniðgenginn í gær

Tjáir sig á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að sonurinn var sniðgenginn í gær
433Sport
Í gær

Sjáðu afar óheppilegt atvik: Fór í beina útsendingu frá skrifborði sínu og þetta blasti við á tölvuskjánum hans

Sjáðu afar óheppilegt atvik: Fór í beina útsendingu frá skrifborði sínu og þetta blasti við á tölvuskjánum hans