Hjónin Halla Bára Gestsdóttir innanhúshönnuður og Gunnar Sverrisson ljósmyndari voru að gefa út bókina desember með vinkonum sínum en um er að ræða ljósmyndabók um desember, aðventuna og jólin.
Sjöfn heimsækir Höllu Báru heim í eldhúsið hennar þar sem þær spjalla um útgáfu bókarinnar, innblásturinn fyrir gerð hennar og samstarf þeirra hjóna.
Þar sem styttist óðfluga í hátíðarnar býður Sjöfn áhorfendum í eldhúsið þar sem hún eldar hina fullkomnu Wellingtonsteik frá Kjötkompaníinu og framreiðir sælkera forréttahlaðborð að hætti Kjötkompanísins.
Þá mun Sjöfn einnig töfra fram hátíðarhumarsúpu með sjávarfangi og fleiri kræsingar fyrir hátíðarnar.
Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þættinum sem sýndur er á Hringbraut í kvöld: