fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot og rán – Fylgdi stúlku í skólasetningu í grunnskóla en sagðist ekkert kannast við aldur hennar

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 16:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot og rán. Fyrra kynferðisbrotið framdi maðurinn gegn fyrrum kærustu sinni sem þá var 14 ára og hann 18 ára. Fram kemur í dómnum að þau hafi kynnst á Snapchat.

Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi ítrekað og oft farið yfir mörk sem brotaþoli setti í þeirra sambandi, og þegar hún þó veitti samþykki hafa það verið vegna þess að hún hafi ekki þorað öðru. Í ákæru var maðurinn sagður hafa stungið lim sínum í endaþarm brotaþola. Hann var þó ekki ákærður fyrir nauðgun, heldur fyrir að hafa haft samræði við stúlku undir 15 ára aldri.

Maðurinn viðurkenndi verknaðinn fyrir dómi en sagðist ekki hafa vitað að hún hafi verið undir aldri. Hins vegar kom jafnframt fram fyrir dómi að þau hafi búið saman og að hann hafi mætt með henni á skólasetningu í 10. bekk. Þótti því sannað að hann hljóti að hafa vitað af raunverulegum aldri hennar.

Seinni kynferðisbrotið sem maðurinn er dæmdur fyrir átti sér stað á gistiheimili haustið 2018. Mun maðurinn hafa boðið krökkum í partí á gistiheimilið. Mun brotaþoli í því máli hafa veitt manninum munnmök og hann tekið þau upp og sent þau til nokkurra viðtakenda með Snapchat skilaboðum. Sagði maðurinn að myndbandið hefði „dreifst eitthvað óvart.“ Sagði hann dreifinguna hafa verið „heimskulega,“ en hann hafi verið fullur.

Þá breyttust útskýringar mannsins fyrir dómi frá því sem fram kom í skýrslutökum hjá lögreglu. Vísaði maðurinn til þess að hann hefði verið fullur og í neyslu á þessum tíma og myndi illa atvikin sem um ræddi. Var maðurinn því sakfelldur fyrir brot en refsing fyrir þann ákærulið felld niður.

Til viðbótar við áðurnefndan skilorðsbundin dóm þarf maðurinn að greiða fyrrnefndum brotaþola 200 þúsund krónur í bætur og þeim síðarnefnda 400 þúsund krónur.

Dóminn má sjá hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins