fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

„Þetta er svo mikið rugl“: Leikskólakennarar ósáttir og upplifa sig utangarðs – „Ég er brjáluð og mig langar að grenja“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. desember 2021 11:09

Leikskóli - Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir leikskólakennarar eru alls ekki sáttir með fregnir af minnisblaði sóttvarnalæknis, en í þeim hefur komið fram að skólahald í grunn-, framhalds-, og háskólum verði frestað til tíunda janúar. Mikið af starfsfólki leikskóla finnst ekki tekið tillit til sín yrði niðurstaðan sú að leikskólar yrðu opnir, en önnur skólastig lokuð af sóttvarnarástæðum.

Í Facebook-hópi þar sem meðlimir eru margir hverjir leiksskólakennarar hafa myndast miklar umræður um þetta. Færslan sem hóf umræðurnar var á þennan veg:

„Ég ætla að vera sú sem varpar sprengjunni hérna!!! Í fyrra földu þau sig á bak við að börn væru ekki að smitast né smita! Hvað nú? Ég er brjáluð og mig langar að grenja.

ENN OG AFTUR!! HVAÐ MEÐ OKKUR Í LEIKSKÓLANUM? Þar einna helst getum við ekki haldið fjarlægð eða notað grímur! ÉG SEGI BARA HVAÐ ER Í GANGI? Ég er virkilega sorgmædd og sár – okkur er ekki sýnd nein virðing!!“

Fjöldi fólks tekur undir þessi skrif, en hátt í tvöhundruð einstaklingar hafa „lækað“  færsluna, og hátt í hundrað ummæli verið skrifuð fyrir neðan hana. Þar taka langflestir, ef ekki allir undir skilaboðin hér að ofan.

„Ég er með þér í að vera brjáluð mín kæra. Þetta er svo mikið rugl. Tala nú ekki um að við sem vinnum í leikskóla eigum mörg börn í grunnskóla. Hvað á èg að gera við mín börn til 10 jan ? Ég þarf að vinna. Því leikskóli er ekki skóli… Er svo reið og sorgmædd yfir þessu.“ segir einn til að mynda einn einstaklingur í ummælakerfunum, og annar segir: „Þú sagðir það sem við hugsuðum! Ég bara skil ekki þetta plan og maður upplifir aftur og aftur að traðkað sé yfir okkur sem vinnum á leikskólum!“

Einn meðlimur hópsins segist hafa sent póst á landlækni varðandi þetta, og birti svarið sem hann fékk. Þar var tekið fram að smit hjá börnum á aldrinum 1-5 ára væru ekki að færast í aukana, og að Omicron-afbrigðið virðist helst vera að smita fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Þó er tekið fram að eðlilegt sé að fólk hafi mismunandi skoðanir á málinu.

Uppfært

Stjórnir Félags leikskólakennara og félags stjórnenda leikskóla hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau lýsa áhyggjum sínum af stöðunni í leikskólum vegna faraldursins. Þau hvetja til þess að leikskólar verði lokaðir á milli jóla og nýárs. Yfirlýsingin er eftirfarandi:

„Stjórnir Félags leikskólakennara og stjórnenda leikskóla lýsa áhyggjum sínum af stöðunni í leikskólum landsins vegna vaxandi fjölda Covid 19 smita.

Við sambærilegar aðstæður í mars á þessu ári var ákveðið að loka grunnskólum nokkrum dögum fyrir dymbilvikuna til að koma í veg fyrir dreifingu smita. Leikskólum var hins vegar ekki lokað þrátt fyrir að öll sóttvarnarrök bentu til þess að það væri jafn skynsamlegt og að loka grunnskólum. Það leiddi til að í kjölfarið kom upp eitt stærsta hópsmit í íslensku samfélagi í leikskólanum Jörfa. Við höfum því vítin til að varast.

Það liggur fyrir að strax eftir áramótin verður byrjað að bólusetja börn á leikskólaaldri. Það er því mikið í húfi fyrir samfélagið allt að við náum að hemja veiruna eins og hægt er áður en bólusetning hefst. Það er því skynsamlegt að loka leikskólum landsins milli jóla og nýárs og mælast stjórnir félaganna til þess.

Stjórnir Félags leikskólakennara og stjórnenda leikskóla“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Í gær

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“