fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Eyjan

Telur Willum hafa lekið upplýsingum til að láta Þórólf líta illa út

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 09:37

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag mun ríkisstjórnin að öllum líkindum kynna nýjar sóttvarnareglur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði sínu til heilbrigðisráðaherra, en svo virðist vera sem upplýsingum úr því hafi verið lekið til fjölmiðla. Fram hefur komið að Þórólfur hafi lagt til tuttugu manna samkomutakmarkanir og tveggja metra reglu.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins veltir þessu minnisblaði og leka fyrir sér í færslu sem birtist á Facebook-síðu hans. Hann telur að blaðinu hafi verið lekið til þess að láta Þórólf líta illa út, á meðan Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sé látinn líta vel út. Gunnari grunar að í dag muni Willum tilkynna þrjátíu manna fjöldatakmarkanir, og því virðast mildari en Þórólfur.

„Hver lak minnisblaði Þórólfs? Svar: Heilbrigðisráðuneytið, líklega aðstoðarmaður ráðherra. Þetta er þekkt aðferð til að færa til ábyrgð og brjóta upp slæmar fréttir. Án leka hefði Willum mætt á morgun og tilkynnt um 30 manna fjöldatakmarkanir og 300 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum og verið vondi kallinn. Með leka mun Willum koma fram á morgun og tilkynna að hann hafi ákveðið að setja á mildari takmarkanir en Þórólfur lagði til; 30 manna fjöldatakmarkanir og 300 manna hólf skilgreind á fjöldasamkomum. Þá er Þórólfur vondi kallinn en Willum sá mildi.“

Gunnar segir að Þórólfur hafi ekki haft neinn hag af því að leka upplýsingum úr minnisblaðinu. Og skrifar í kjölfarið harðorða fullyrðingu um Framsóknarflokkinn, sem hann segir ekki snúast um innihald heldur yfirborðsmennsku.

„Þórólfur hafði engan hag af því að leka minnisblaðinu, aðeins Willum. Framsóknarstjórnmál snúast aldrei um innihald (nema hvað markmiðið er að auga mennina sem rændu eignum samvinnuhreyfingarinnar) en ætíð um yfirborðsmennsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Tilveruréttur fólks er ekki skoðun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika

Svarthöfði skrifar: Sanngirnismál að sjálfstæðismenn fái áfallahjálp – lífsleikninámskeið til að takast á við nýjan veruleika
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“

Jón tekur með auðmýkt og hlýju á móti nýjum verkefnum – „Ekkert á Íslandi mér óviðkomandi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt

Sjálfstæðisflokkurinn sagður kasta grjóti úr glerhúsi – Þáði sjálfur 167 milljónir í styrk áður en skráningu var breytt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“

Segir auðlindir landsins hafa verið gefnar á silfurfati og fyrirtækjum sparaðir 85 milljarðar með dularfullri frestun – „Vegleg gjöf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“

Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Gæðakerfi byggja oft á einföldum tékklistum