Flestir þekkja wasabi sem græna maukið sem að borið er fram með sushi en það er í flestum tilfellum eða 95% tilfella piparrót með sinnepi og grænum matarlit. Ferskt wasabi hefur talsvert meira bragð, það er ekki bar sterkt heldur fylgir því bæði sætt, jarð- og rjómakennt bragð. Þetta er sannkölluð sælkera vara. Sérstaklega gott er að nota ferskt wasabi með fisk, rauðu kjöti, villibráð og jafnvel í kokteila og eftirrétti. Ferskt wasabi er rifið niður á sérstöku rifjárn til þess að fá hreint wasabi krem. Hægt er að nota það beint eða blanda því út í sýrðan rjóma eða smjör. Öll wasabi plantan er æt og eru blómin og blöðin einnig sérstaklega góð í salöt og falleg í diskaskreytingar.

Á Skólavörðustíg verður einnig hægt að bóka einstaka upplifun, Wasabi Hour. Þar fræðast gestir um ræktina á einni erfiðistu plöntu í heimi í rækutun, fá smakk og wasabi réttum og læra að gera Nordic Wasabi Mule kokteilinn.

Íslenska ferska wasabi-ið er fullkomið með reyktu sjávarfangi eins og lax og bleikju. Svo er ekkert betra en að rífa niður ferskt wasabi með villibráðinni eins og hreindýri. Lyftir bragðlaukunum uppá hæstu hæðir.

Öll wasabi plantan er æt og eru blómin og blöðin einnig sérstaklega góð í salöt og falleg í diskaskreytingar.

Nordic Wasabi gjafaaskjan er fullkomin gjöf fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Gjöf sem gefur og gefur. Hægt er að panta á netinu og fá sent með Dropp eða sækja í verslun á Skólavörðustíg 40.