fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

50 milljarða hækkun launakostnaðar ríkisins á milli ára

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. desember 2021 09:00

Launakostnaður hins opinbera hækkaði um 50 milljarða á milli ára.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok árs 2020 voru 21.605 ríkisstarfsmenn í 18.107 stöðugildum. Heildarlaunakostnaður ríkisins var 278,9 milljarðar og hafði hækkað um 49,2 milljarða á milli ára. Á þriggja ára tímabili fjölgaði ríkisstarfsmönnum úr 17.050 í 18.107 eða um 1.052.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og vísar í ríkisreikning. Í honum kemur einnig fram að heildarlaunagreiðslur ríkisins voru mun hærri 2018 en 2019 og því er ljóst að hækkunin er ekki alltaf línuleg á milli ára.

Greidd mánaðarlaun eru ekki það eina sem er inni í þessum tölu að sögn Ingþórs Karls Eiríkssonar, fjársýslustjóra. „Þetta er heildarlaunakostnaður. Undir það falla lífeyrisskuldbindingar og launatengd gjöld. Álagsgreiðslur og annað kemur þarna inn, allt sem tengist launum,“ er haft eftir honum.

Í lok síðasta árs fengu 6.486 karlar greidd laun úr ríkissjóði en 11.921 kona. Konur voru því 64,2% ríkisstarfsmanna en karlar 35,8%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans

Svarthöfði skrifar: Réttlæti miskunnsama samherjans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris