fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Sættir náðst milli Margrétar og H&M – Segir Securitas hafa farið yfir valdsvið sitt – „Securitas verður kært“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 16:15

Margrét hyggst kæra Securitas vegna uppákomunnar. mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og DV greindi frá fyrr í dag sagði Margrét Friðriksdóttir farir sínar ekki sléttar eftir heimsókn í H&M í Kringlunni. Lýsti Margrét því er henni var kastað þaðan út af her öryggisvarða á vegum Securitas vegna þess að hún var ekki með grímu á sér.

„Þeir fara og tala við kassa­dömurnar að skipta sér af þeirra verslun, þær voru ekkert að setja neitt út á þetta, vegna þess að ég hef alveg oft farið þarna inn áður ekki með grímu,“ var haft eftir Margréti sem segir hana og 15 ára dóttur hennar hafa orðið skelkaðar þegar öryggisverðirnir umluktu þær í versluninni.

Margrét benti öryggisvörðunum á það að grímuskyldan eigi aðeins við á þeim stöðum þar sem ekki sé hægt að tryggja að einn metri sé á milli einstaklinga. Að sögn Margrétar var hún stödd í Kringlunni seint að kvöldi til og að fátt hafi verið um fólk á þeim tíma.

Nú síðdegis hafði Margrét samband við DV og sagði að sættir hefði náðst milli hennar og H&M. Sagði hún að H&M hefði beðist afsökunar á uppákomunni og að fyrirtækið hefði svarið framgang öryggisvarðanna af sér, enda starfsmenn Kringlunnar en ekki H&M. Í samtalinu við DV segir Margrét að hún hefði þegið afsökunarbeiðni H&M, en að hún geti ekki sætt sig við hegðun Securitas varðanna.

„Þetta verður kært,“ segir Margrét, „enda voru þeir þarna að áreita fólk og börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“