fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Eyjan

Bergþór líkir sóttkví við varðhald – „Það er grafal­var­legt mál að læsa fólk inni“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 12:30

Bergþór Ólason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, gagnrýnir stjórnvöld og sóttvarnaraðgerðir harkalega í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun. Hann segir að aðgerðir hafi verið eðlilegar fyrir ári síðan, en þá hafi bólusetningar ekki verið komnar af stað af neinu viti, og nú sé hún nánast fullbólusett. Auk þess séu al­var­leg veik­inda­til­felli nú fá.

Hann telur að aðstæður ættu að bjóða upp á eðlilegt líf þessi jól, en það sé ekki í boði í nafni sótt­varna. „Nú eru hins veg­ar flest­ir þeirra sem hneppt­ir eru í varðhald, þ.e. sótt­kví eða ein­angr­un, full­frísk­ir eða finna fyr­ir „létt­um flensueinkennum.“ segir Bergþór og bendir á að þegar pistill sinn er skrifaður séu ell­efu á sjúkra­húsi, tveir á gjör­gæslu, 2.449 í sótt­kví og 1.724 í ein­angr­un.

Bergþór segir að ástandið sé ekki sjálfum heims­far­aldr­in­um að kenna, heldur sé það „lé­leg stjórn heil­brigðismála und­an­far­in tvö ár“ sem beri sökina. Hann segir að Svandís Svavarsdóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi sjávarútvegsráðherra, beri ábyrgð á því.

„Fátt hef­ur verið gert til að auka getu spít­al­ans til að taka á móti þess­um al­var­legu veikindatilfellum. Rúm­um hef­ur ekki fjölgað og frá­flæðis­vandi spít­al­ans hef­ur ekki verið leyst­ur. Því fé sem veitt var til Land­spít­al­ans, um­fram það sem áður var, virðist ekki hafa verið varið til að leysa brýn­asta vand­ann er viðkemur Covid-19, á þeirri stöðu ber fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, sem enn sit­ur í rík­is­stjórn, fulla ábyrgð.“

Í lok pistils síns fullyrðir Bergþór að það sé grafalvarlegt að læsa fólk inni í sóttkví, sérstaklega þegar það finni ekki fyrir einkennum. Þá segir hann mikilvægt að fólk átti sig á þessu sem fyrst.

„Það hef­ur kannski gleymst í öllu at­inu hjá okk­ar ágætu ráðherr­um að það er grafal­var­legt mál að læsa fólk inni. Fólk sem er ekki einu sinni veikt. Fólk sem hef­ur ekk­ert gert af sér annað en að fylgja öll­um leiðbein­ing­um, boðum og bönn­um stjórn­valda í heims­far­aldri – bólu­sett sig ekki einu sinni, ekki tvisvar held­ur þris­var und­ir því lof­orði að þá get­um við horfið aft­ur til eðli­legs lífs.

Þetta má ekki ger­ast aft­ur – fyrsti tím­inn er best­ur til að átta sig á því – frelsi okk­ar og geðheilsa er í húfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar