fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Margréti Friðriks vísað á dyr úr H&M – „Þetta kallast að taka lögin í sínar eigin hendur og það er bara ekki í lagi.“

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 20. desember 2021 10:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumkvöðlafræðingnum Margréti Friðriksdóttur var vísað á dyr úr H&M-verslun Kringlunnar um helgina. Ástæðan var sú að hún neitaði að vera með grímu. Fréttablaðið greinir frá þessu.

Hún segist hafa ætlað sér að versla í H&M ásamt fimmtán ára gamalli dóttur sinni, þegar að öryggisverðir hafi beðið hana um að setja upp grímu. Hún hafi bent á að grímuskylda ætti ekki við nema eins metra regla náist ekki. Þá segir hún öryggisverðina hafa beðið um leyfi til að víkja henni úr versluninni.

„Þeir fara og tala við kassa­dömurnar að skipta sér af þeirra verslun, þær voru ekkert að setja neitt út á þetta, vegna þess að ég hef alveg oft farið þarna inn áður ekki með grímu.“ Er haft eftir Margréti sem segir dóttur sína hafa orðið skelkaða þegar öryggisverðirnir hafi umlukt sig. Þeir hafi sagt að þeir væru að vinna fyrir H&M og sérreglur ættu við um verslunina.

„Ég sagði bara við hann: „Þið eruð nú meiri fas­istarnir“ og þá sagði hann „Já, þú skalt bara koma þér þér út úr Kringlunni,“ segir Margrét.

Í kjölfarið segist Margrét hafa kallað til lögreglu, bent lögregluþjónum á gildandi sóttvarnalög, og segir þá hafa verið sammála sér. Hún hyggst kæra málið til lögreglu.

Hún segir öryggisverðina hafa verið að brjóta á sér, og segir þá hafa verið að taka lögin í eigin hendur. „Þetta kallast að taka lögin í sínar eigin hendur og það er bara ekki í lagi.“

Þá segir Margrét uppákomuna hafa verið erfiða fyrir dóttur sína, og að hún hafi farið í kvíðakast. Dóttir hennar hafi sagt að framkoman í þeirra garð væri eins og þær væru hryðju­verka­menn. „Þetta er ekki gaman að lenda í svona upp­á­komu að ein­hverjir sex menn í öryggisvarðabúningum séu að elta okkur og koma fram við okkur eins og hryðju­verka­menn. Hún sagði bara „Mamma, þeir eru að koma fram við okkur eins og hryðju­verka­menn.“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar

Efling segir SVEIT ætla að njósna um starfsfólk veitingahúsa og hefur kært félagið til Persónuverndar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu

Fíkniefnaneysla meginorsök banaslyssins í Lækjargötu