fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Eyjan

Launmorð og ríkishryðjuverk í Evrópu í boði Rússa

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. desember 2021 15:00

Þessir rússnesku leyniþjónustumenn eru grunaðir um morðtilraunina á Skripal feðginunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 19. október síðastliðinn fann lögreglan í Berlín lík 35 ára rússnesks stjórnarerindreka utan við hús við Unter den Linden sem er ekki langt frá Brandenburger Tor og er í einu af bestu hverfum borgarinnar. Það var eins og maðurinn hefði fallið af himni ofan og lent fyrir utan húsið sem hýsir rússneska sendiráðið.

Í fyrstu var talið að maðurinn hefði hrapað frá einni af efstu hæðum sendiráðsins en í nóvember komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að hann hefði líklega hrapað eða hoppað út frá glugga á fjölbýlishúsi hinum megin við götuna. Ekki er vitað með vissu hvað varð manninum að bana og það mun ekki koma í ljós því sendiráðið vildi ekki láta kryfja líkið og var það sent til Moskvu. Vitað er að hinn látni tengdist rússnesku leyniþjónustunni FSB, bæði atvinnulega og fjölskylduböndum, en þessi tengsl tengjast síðan einni ótrúlegustu árás síðustu ára á andstæðinga stjórnvalda í Kreml.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Bellingcat, sem er hópur blaðamanna, þá var hinn látni sonur Aleksej Zjalo, hershöfðingja. Hann er næst æðsti yfirmaður deildar FSB sem hefur komið að morðum og morðtilræðum við andstæðinga Pútíns og stjórnar hans, bæði innanlands og utan. Meðal annars kom þessi deild að tilræðinu við stjórnarandstæðinginn Aleksej Navalnyj.

Deildin er einnig talin hafa tengst einu ótrúlegasta morðinu í Þýskalandi á síaðsta ári. Þá var Zelimkhan Khangosjvili, georgískur ríkisborgara af tsjetsjenískum uppruna, myrtur um hábjartan dag i Kleiner Tiergarten í Berlín. Hann, barðist gegn Rússum í Tsjetsjeníu og Georgíu. Hann var skotinn til bana af hjólreiðamanni sem var handtekinn skömmu síðar.

Morðinginn hafði fengið fölsuð skilríki í Moskvu en þau voru gefin út í nafni Vadim Sokolov. Eftir þjálfun hjá FSB var hann sendur til Vestur-Evrópu sem ferðamaður. Rétta nafn hans er Vadim Krasikov. Hann var nýlega dæmdur í ævilangt fangelsi í Þýskalandi. Dómarinn skóf ekki utan af hlutunum í dómsorðinu: „Rússneska ríkisstjórnin stendur á bak við afbrotið. Hún fól hinum ákærða verkið. Þetta er einfaldlega ríkishryðjuverk,“ sagði hann að sögn Frankfurter Allgemeine.

Pútín er sagður stunda launmorð og ríkishryðjuverk.

Í kjölfar dómsins vísuðu þýsk stjórnvöld tveimur rússneskum stjórnarerindrekum úr landi. Rússnesk stjórnvöld hafa að vanda neitað allri aðild að morðinu.

Hvort stjórnarerindrekinn sem fannst látinn við sendiráðið tengist morðinu á Khangosjvili er ekki vitað að sögn Bellingcat en vitað er að hann var sendur til Berlínar frá Vínarborg tveimur mánuðum áður en Khangosjvili var myrtur. Engar sannanir liggja fyrir um að hann hafið aðstoðað við skipulagningu eða morðsins eða það sjálft.

Aukin umsvif

Almennt virðast rússneskir útsendarar vera farnir að láta meira að sér kveða í Þýskalandi og fleiri ríkjum í Vestur-Evrópu en erfitt er að slá nokkru föstu um umfang þessarar starfsemi.

Fyrr á árinu sagði þýska tímaritið Focus að um 200 rússneskir útsendarar starfi í Þýskalandi, hluti undir því skálkaskjóli að þeir séu stjórnarerindrekar. Þeir halda sig ekki bara í Berlín því þeir eru einnig sagðir starfa í Hamborg, Frankfurt, München og fleiri borgum.

Líklegt má telja að Þýskaland sé ofarlega á lista Rússa yfir þau lönd sem þarf að stunda njósnir í og reyna að hafa áhrif á gang mála því tengsl ríkjanna eru sterk á efnhagssviðinu og í orkumálum.

Auk morðsins á Khangosjvili hafa rússneskir útsendarar komið við sögu í fleiri morðum og morðtilraunum á síðustu árum. Má þar nefna tilræðið við Sergej Skripal  í Bretlandi 2018, eiturefnaárás á búlgarskan vopnasala 2015, sprengingu við vopnageymslu í Tékklandi 2014 og fleiri mál þar sem rússnesk fingraför eru sjáanleg. Þar má nefna dularfull andlát landflótta Rússa í Bretlandi.

John Sawers, fyrrum yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI6, sagði í vor að það sem við vitum um aðgerðir Rússa sé líklega bara toppurinn á ísjakanum. „Við vitum líklega bara um 10% af því sem þeir hafast að,“ sagði hann að sögn The Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Moyes aftur til Everton
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?

Hvern vilt þú sjá sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra

Jón Björn ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íþróttasambandi fatlaðra
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?

Orðið á götunni: Reiðin er vondur ráðgjafi – Hver ætlar að segja fúlu körlunum sem töpuðu kosningunum það?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra

Grínisti aðstoðar dómsmálaráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum

Ármann segir að frestun landsfundar fram á haust væri vanvirðing gagnvart flokksmönnum