fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Óþökk lögreglunnar á dansandi skemmtistaðagestum gagnrýnd – „Fólk var að dansa, það þurfti að taka á því“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 20. desember 2021 13:00

Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lifum á fordæmalausum tímum, eða það er mantran. Allavega er það óneitanlega svo að fjölmiðlar í dag segja fréttir sem fyrir tveimur árum hefðu þótt óhugsandi. Ein þeirra birtist landsmönnum um helgina.

Í fréttatíma RÚV í gær var nefnilega rætt við Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, eftir erilsama nótt hjá lögreglunni. Í fréttinni fór hann yfir meint sóttvarnalagabrot í miðborginni.

Jóhann segir að gildandi reglur kveði á um að á börum eigi fólk að sitja við borð og fá þar áfengi afhent frá barþjóni. Á téðum bar var þeirri reglu ekki fylgt.

„Þarna voru allir standandi, menn voru á barnum sjálfir. Fólk var að dansa, það þurfti að taka á því,“ sagði Jóhann en þessi orð féllu misvel í kramið á Íslendingum.

Ingveldur Anna Sigurðardóttir sem skipaði 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í síðastliðnum alþingiskosningum benti á að það væri ansi sérstakt að banna fullbólusettu fólki sem búið var að fara í hraðpróf að dansa og hafa gaman.

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir, laganemi, benti á að þessari frétt hefði verið tekið sem grínfrétt fyrir tveimur árum.

Þessu hefur verið líkt við kvikmyndina Footloose af einhverjum netverjum en í henni var einmitt bannað að dansa.

Núverandi sóttvarnarreglur gilda til næstkomandi miðvikudags og því verður það að koma í ljós hvort dansa megi um jólin eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Í gær

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Í gær

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst