Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessir hlutir eru geislavirkir. Framleiðendur þeirra halda því fram að þeir „veiti vernd“ gegn hættulegum geislum frá 5G-farsímakerfinu. Rannsóknir ANVS hafa leitt í ljós að þessi „verndarbúnaður“ er geislavirkur og getur verið skaðlegur heilsu fólks.
Stofnunin hefur því bannað sölu þessara hluta og fyrirskipað söluaðilum þeirra að gera viðskiptavinum sínum grein fyrir hættunni sem stafar af þessum hlutum.
5G er fimmta kynslóð farsímakerfa og mun hraðvirkara en fyrri kynslóðir. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur slegið því föstu að engin heilsufarsógn stafi af 5G.