fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Borgaði til að fá Trölla í heimsókn – Misboðið þegar hann mætti og „stal jólunum“

Fókus
Sunnudaginn 19. desember 2021 15:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver kannast ekki við hugljúfa jólaævintýrið um hann Trölla sem stal jólunum? Líklega eru það fáir. Ævintýrið um hinn græna fýlupúka Trölla sem hataði ekkert meira en jólin og ákvað dag einn að stela jólunum frá öllum bæjarbúum. Hins vegar lærði hann að lokum mikilvæga lexíu um kærleikann sem glæddi jólagleði í hjarta hans. En þar til hann lærði þá lexíu greip hann til allskonar óknytta til að hrella jólabörnin í kringum hann.

Móðir nokkur í Írlandi, Laura Magill, ákvað að nýta sér þjónustu sem býður upp á það að fá sjálfan Trölla í heimsókn. Fyrir þetta greiddi hún 15 þúsund krónur og bjóst við að fá þar leikara í búning í heimsókn sem myndi gera nokkur prakkarastrik á borð við að skreyta jólatré með klósettpappír og afbúa um rúm barna hennar.

Sú varð ekki raunin og skrifaði Laura reiðipóst á Facebook í kjölfar heimsóknarinnar.

„Svo ég borgaði 15 þúsund krónur til að fá Trölla í heimsókn. Þessi þjónusta er auglýst sem svo að Trölli komi í heimsókn drasli til í rúmum barnanna, setja klósettpappír á jólatréð og svo sé hægt að taka myndir með honum í lokin.

Það sem ég hins vegar fékk var: Öllum veislumat, þar á meðal rándýrum bollakökum var hent út um allt, jólaskraut var brotið. Uppþvottalegi var hellt á eldhúsgólfið, egg voru brotin og heilli flösku af safa var hellt yfir gólfin mín OG YFIR SON MINN. Samfestingur afkvæmisins var eyðilagður. ÉG MÆLI EKKI MEÐ, ég er búin að senda tölvupóst og kvarta en hef engin svör fengið. Trölli kom svo sannarlega og stað jólunum. Mér hefur aldrei í lífinu verið svona misboðið.“ 

Meðfylgjandi myndir fylgdu færslunni og má þar sjá afleiðingar þess að fá Trölla í heimsókn. Það vekur þó upp spurninguna hvort að maður ætti að bjóða þeim í heimsókn sem er heimsfrægur fyrir einbeittan brotavilja þegar kemur að því að stela jólunum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“