fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
FókusFréttir

Hönnunarperla úr smiðju STÁSS á Mýrdalssandi valið eitt af bestu arkitektaverkefnum ársins

Fókus
Laugardaginn 18. desember 2021 19:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn virti fagmiðill Archilovers hefur valið verkefni úr smiðju STÁSS arkitekta sem eitt af bestu verkefnum ársins. Um er að ræða einstaklega fallegt þjónustuhús við Laufskálavörðu á Mýrdalssandi sem tekið var í notkun í byrjun árs 2020. Byggingin sem er úr timbri er teiknuð af Stáss arkitektum árið 2018 og er 30m2 að stærð ásamt útsýnispalli á þaki hússins. Byggingin stendur á einstökum áningarstað við þjóðveg 1 í sátt við umhverfi sitt.

„Markmiðið í hönnun þjónustuhúsins við Laufskálavörðu var að færa þessa nauðsynlegu þjónustu við þjóðveginn upp á hærra plan. Gestir hafa heillast af áningastaðnum þar sem fjöldi umfjallana hafa birst í erlendum miðlum,“ segir í frétt á vef Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs þar sem greint var frá viðurkenningunni.

STÁSS arkitektar var stofnað  árið 2008 af arkitektunum Árnýju Þórarinsdóttir og Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur. Það hefur verið þeim ofarlega í huga að auka gæði mannvirkja á ferðamannastöðum og því var verkefnið við Laufskálavörðu þeim afar hjartfólgið.

STÁSS-tvíeykið – Árný Þórarinsdóttir og Helga Guðrún Vilmundardóttir

Markmiðið með byggingunni  hafi verið að tvinna saman ólíka notkunarmöguleika eins  og salernisaðstöðu, útsýnispall, þvottaaðstöðu, hvíldarbekk auk aðstöða fyrir hjólreiðafólk. „Reyndu hönnuðir að færa þessa nauðsynlegu þjónustu sem salerni við þjóðveginn er upp á hærra plan. Miðað við viðtökur ferðamanna og þessa nýjustu viðurkenningu hefur vel tekist til. Þá hefur það sérstaklega verið talið byggingunni til tekna að vera hvorki falin í stórbrotinni víðáttunni né taka athygli frá landslaginu.

Á vef Archilovers má skoða margar myndir af verkefninu en umfjallanir hafa einnig birst á miðlum eins og Divisare, Pendulum, Archisearch, Archello, Åvontuura og Home World Design.

Í áðurnefndri frétt Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er haft eftir STÁSS-tvíeykinu:

Árið 2018 náði ferðamannafjöldinn á Íslandi nýjum hæðum og var skortur á salernisaðstöðu vandi sem þurfti að leysa. Því var sóknarfæri þegar við heyrðum útvarpsviðtal við forsvarsmenn Sannra Landvætta þar sem þeir lýstu viðskiptamódeli með tæknilegum lausnum á gjaldtökubúnaði á ferðamannastöðum. Við settum okkur í samband við SL og ræddum ástríðu okkar fyrir því að færa byggingar tengdar ferðaþjónustu upp á hærra plan. Meginhlutverk byggingarinnar er salerni með gjaldtökubúnaði en ásamt því er þvottavél og þurrkari til afnota fyrir ferðamenn. Utanhúss er yfirbyggður bekkur, aðstaða fyrir hjólreiðamenn og útsýnispallur á þaki. Við hönnun byggingarinnar voru nokkur meginatriði höfð til hliðsjónar. Helst ber að nefna virðing við einstakt umhverfið. Laufskálavarða er sérstakur staður þar sem manngerðar vörður skaga upp úr svörtum sandinum en áður fyrr var sá siður að hver sá sem fór í fyrsta sinn um Mýrdalssand skyldi hlaða vörðu sér til fararheilla. Útsýni er til fjalla í allar áttir og með því að gefa ferðamanninum tækifæri til að fara hærra upp í annars sléttu landslagi eykur það á upplifunina og mikilfenglega víðáttu áningastaðarins. Lagt var af stað í þessa vegferð með þá hugsjón að fleiri byggingar af svipuðum toga myndu fylgja í kjölfarið þar sem unnið væri með svipuð verkefni og markmið en ávallt tekið tillit til landslags, þarfa og þeirra aðstæðna sem byggingin ætti að rísa í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng