fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Vilja láta fjarlægja barnabókina um Tralla úr hillum – Hætti að lesa þegar hún sá n-orðið

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 18. desember 2021 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur fólks á samfélagsmiðlum hvetur nú til sniðgöngu á barnabókinni Tralla sem Bókafélagið gefur út. Í upphaflegri útgáfu bókarinnar kemur orðið negri margoft fyrir en því er búið að breyta í nýjustu uppfærslunni. Teikningarnar eru hins vegar óbreyttar.

Hrefna Dögg Gunnarsdóttir er ein þeirra sem misbýður bókin og hvetur fólk til að hafa samband við Bokafélagið og óska þess að hún verði innkölluð.

„Nánar tiltekið greip ég nokkrar smábarnabækur í barnaloppunni um daginn. Á meðal þeirra var Tralli. Hugmyndin var að henda þessu inn í kvöldlesturinn fyrir LSHF. Þegar heim var komið nægði að renna hratt yfir Tralla til að hann endaði í tætlum í tunnunni. N-orðið kemur ítrekað fyrir sem og pickaninnieskar myndskreytingar þar sem þær söguhetjur sem eru dökkar á hörund, eru teiknaðar í trúðsstíl, opinmynntar, glaseygðar og fáklæddar. Mér datt ekki annað í hug en að um væri að ræða áratugagamlar leifar sem fyndust vonandi aldrei aftur útslefaðar og vel nagaðar af tannlausum,“ segir Hrefna á Facebook.

Í framhaldinu hafði hún samband við Bókafélagið: „Þar fékk ég þær útskýringar að það væri búið að fara yfir orðfæri bókarinnar (það er víst búið að taka út n-talið í nýjustu útgáfunni) og nú ætti jafnframt að vera ljóst að myndskreytingarnar ættu við jarðálfa en ekki fólk(!). Fátt var um svör við því hvort að það væri meðvituð ákvörðun um að uppfæra söguna en láta myndir bókarinnar standa óbreyttar. Að lokum var fallist með semingi á að athuga málið, en mér tjáð að þetta væri fyrsta athugasemdin sem bærist vegna bókarinnar,“ segir hún.

Fjölmargir hafa tekið undir með Hrefnu, þar á meðal Nicole Leigh Mosty, formaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N. in Iceland).

Nicole segir á Facebook að þegar hún flutti fyrst til Íslands hafi bókin um Tralla verið ein af þeim fyrstu sem henni var sagt að lesa fyrir börnin. Hún segir að sér hafi verið mjög brugðið, hun hafi hreinlega hætt að lesa þegar hún sá n-orðið og spurði hvort það væri hreinlega í lagi að lesa þessa bók.

Nicole vísar í Facebookfærlsu sinni til vinkonu sinnar sem í morgun ræddi við Jónas Sigurgeirsson, framkvæmdastjóra Bókafélagsins, en hann hafi ekki talið ástæðu til að fjarlægja bókina úr búðarhillum, bæði því þetta væri gömul bók sem endurspeglaði anda þeirrar tíðar þegar hún kom út, og síðan væri mikið að gera hjá útgáfunni í aðdraganda jóla.

Þá deildi Nicole áfram orðum vinkonu sinnar: „Það er algjörlega hræðilegt að þessi bók sé enn í sölu og verra er að viðhorf dreifingaraðilans bendir til þess að fyrirtækið sjái ekki mikið vandamál með þessa „klassísku“ bók.

Hvet alla vini mína sem telja að þessi bók sé ekki við hæfi barna og að hún hvetji kynþáttafordóma til að hafa samband:

Bokafelagid nr. 5471900 eða senda og tölvupóst á framkvæmdastjóra félagsins, Jónas jonas@bokafelagid.is og látið raddir ykkar heyrast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi