fbpx
Laugardagur 08.mars 2025
Fréttir

Engin merki um deyfilyf eða fíkniefni í þremur meintum byrlunarmálum á Akureyri

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. desember 2021 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk í lok október þrjú mál til rannsóknar vegna gruns um þremur einstaklingum hafi verið byrlað lyf eða fíkniefni á skemmtistöðum eða í heimahúsum á Akureyri. Lögreglan greinir frá þessu á Facebook.

Í öllum tilfellunum voru tekin blóðsýni úr þeim aðilum sem tilkynntu grun um byrlun og var það gert fljótlega eftir að grunur vaknaði um brot og strax eftir að afskipti lögreglu hófust. Í færslu lögreglu segir:

„Við rannsókn á sýnunum kom í ljós að einstaklingarnir höfðu töluvert áfengismagn í blóðinu en engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni.“

Lögregla greinir einnig frá fjórða tilfellinu, þar sem aðili taldi að sér hafi verið byrlað. Um það segir lögregla:

„Að mati læknis var ekki talið að um byrlun væri að ræða í því tilviki og voru ekki tekin blóðsýni.“

Umræðan um byrlanir á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi undanfarna mánuði og hafa fjölmargir stigið fram á samfélagsmiðlum og greint frá reynslu sinni af byrlunum. Harðlega var gagnrýnt að lögregla og heilbrigðisstarfsfólk hafi ítrekað neitað að rannsaka blóðsýni til að staðfesta byrlun og má kannski merkja af færslu lögreglunnar á norðurlandi eystra að einhverjar bætur hafi orðið á þessu verklagi, þó svo að í ofangreindum tilfellum hafi ekki tekist að staðfesta byrlun.

Mismunandi er hvaða efnum er beitt við byrlanir og eru sum þeirra þess eðlis að torvelt er að greina þau í blóði þegar nokkuð er liði frá því að þau voru innbyrð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um föður sinn: Borgar 530 þúsund á mánuði – „Hver passar upp á hans hagsmuni í þessu máli?“

Elín Hirst óttast um föður sinn: Borgar 530 þúsund á mánuði – „Hver passar upp á hans hagsmuni í þessu máli?“
Fréttir
Í gær

Móðir hefur ekki fengið að sjá börnin sín í þrjá mánuði þrátt fyrir úrskurð um að þau eigi að búa hjá henni

Móðir hefur ekki fengið að sjá börnin sín í þrjá mánuði þrátt fyrir úrskurð um að þau eigi að búa hjá henni
Fréttir
Í gær

Harma mistök þegar hundshræ týndist og biðjast afsökunar – „Þetta er sérstaklega erfitt mál“

Harma mistök þegar hundshræ týndist og biðjast afsökunar – „Þetta er sérstaklega erfitt mál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýraspítali týndi hundshræi sem átti að fara í brennslu og askan í ker – „Það er ótrúlegt að svona alvarleg mistök geti átt sér stað“

Dýraspítali týndi hundshræi sem átti að fara í brennslu og askan í ker – „Það er ótrúlegt að svona alvarleg mistök geti átt sér stað“