Flestir eiga eina jólapeysu uppi í skáp fyrir jólaboðin og aðrir eiga jafnvel fleiri. Þá eiga sumir heilgalla og jólasveinabúninga en þau sem virkilega vilja slá í gegn í jólaboðinu geta skellt glimmeri á bringuna og sýnt vinum og vandmönnum jólabrjóstin sín.
„En hvað eru jólabrjóst?“ velta eflaust lesendur þessarar fréttar fyrir sér þessa stundina. Jú, jólabrjóstin eru brjóst með glimmeri í formi þess sem kennt er við jólin.
Jólabrjóstin vöktu mikla athygli í fyrra þegar líkamslistarsérfræðingarnir hjá Go Get Glitter birtu myndbönd af þeim á Instagram-síðu sinni. Í myndböndunum má sjá fyrirsætur sem eru berar að ofan en búið er að föndra bæði hreindýrið Rúdólf og svo jólakúlur á brjóstin þeirra.
Nú hafa sérfræðingarnir endurbirt myndbandið með rúdólfsbrjóstunum og vekja þau enn meiri athygli í dag en þau gerðu í fyrra. „Jólin eru næstum komin,“ er skrifað við myndbandið sem hefur fengið yfir 100 þúsund áhorf á síðunni.
View this post on Instagram
Fylgjendur Go Get Glitter eru afar ánægðir með jólabrjóstin og svo virðist sem einhverjir ætli sér að sækja innblástur í þau fyrir sín jólaboð. „Þetta verður ég,“ skrifar til að mynda einn fylgjandinn í athugasemd við myndbandið. „Er þetta of mikið fyrir jólapartýið í vinnunni?“ spyr svo annar.