fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Sambó verður að Sanbó í munni túrista: „Okkur leiðist þetta og við ákváðum að lúta í lægra haldi“

Jón Þór Stefánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 10:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir Íslendingar kannast við sælgætisframleiðandan Kólus og eina helstu vöru hans, Sambó. Í nýlegum auglýsingum sem ætlaðar eru túristum hefur nafninu verið breytt lítillega, yfir í Sanbó. M hefur verið skipt út fyrir N.

Lakkrísinn er gríðarlega vinsæll, en síðustu ár hefur vörumerkið verið gagnrýnt. Ástæðan er sú að margir telja nafnið vera rasískt. Þeir sem telja svo minnast til að mynda á barnabókina Litla svarta Sambó, en í dag þykja birtingarmyndir svarts fólks í sögunni gríðarlega óviðeigandi. Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur tekið fyrir þetta og rekur uppruna nafnsins til rússnesku bardagaíþróttarinnar Sambó.

Blaðamaður DV hafði samband við Snorra sem sagði ástæðuna fyrir nafnabreytingunni hafa verið vegna ásakana um rasisma. Hann segir að þegar að túrastar leiti að Sambó-lakkrísnum á netinu birtist ásakanir um rasisma í stað sjálfs sælgætisins. Hann segir jafnframt að margir séu hreinlega ekki tilbúnir að átta sig á að skírskotun nafnsins sé ekki rasísk. Því hafi þau ákveðið að nota Sanbó í auglýsingar fyrir ferðamannamarkaðinn.

„Okkur leiðist þetta og við ákváðum að lúta í lægra haldi,“ sagði Snorri, en tók þó fram að flestir íslenskir neytendur séu meðvitaðir um að uppruni orðsins í tilfelli lakkríssins sé ekki rasískur. Hann telur að það sé umræða á samfélagsmiðlum sem eyðileggi orðspor sælgætisins og þá þekki fólk ekki endilega raunverulegan uppruna nafnsins.

Netverji sem benti á nafnabreytinguna birti mynd af auglýsingu á Twitter þar sem nýi rithátturinn sést, og gaf lítið fyrir útskýringu Snorra: „Nei, einmitt, Sambó segir að þetta sé alls ekki rasískt nafn, heldur einhver rússnesk glíma. Þorir samt ekki að auglýsa sig undir því á erlendum vettvangi…“

Í fyrra fjallaði DV um undirskriftasöfnun þar sem þess var krafist að nafninu yrði breytt. Í umfjölluninni kom fram að upphafsmenn söfnunarinnar litu á Sambó sem „gildishlaðið kynþáttaníð beint gegn svörtu og brúnu fólki, orð sem á sér lengri sögu en barnabókin „Litli svarti Sambó“. Bókin og myndskreytingar hennar voru birtingarmyndir rasisma þess tíma, en bókin var skrifuð af Helen Banneman árið 1899 á þeim tíma sem Indland var innlimað í breska heimsveldið og á ekkert erindi við okkar samtíma nema sem söguleg heimild um kynþáttafordóma og nýlendustefnu.“

Kólus svaraði fyrir sig þá. Snorri tjáði sig einnig um nafnið þá. Hann spurði: „Jú, Sambó er klárlega rasískt orð á einhverju tungumáli – alveg klárlega. En bardagalistin Sambó, er hún rasísk?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“

Lokaorð Boga: „Ég vona að ég hafi verið aufúsugestur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“
Fréttir
Í gær

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“

Segir virka í athugasemdum afvegaleiða umræðuna – „Hef ekki séð myndum af íslenskum nauðgurum dreift á skemmtistaði“
Fréttir
Í gær

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“