Kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur kært samstarfsmann sinn til lögreglu og Persónuverndar fyrir stuld á einkaskilaboðum á Messenger.
RÚV greindi frá þessu.
Kennarinn átti í skilaboðaspjalli við samkennara sinn og annar samstarfsmaður fór í vinnutölvuna hans, prentaði út skilaboðin og sendi í pósti til skólameistara og fleiri starfsmanna skólans.
Lögregla og Persónuvernd hafa staðfest að málið hafi verið kært til þeirra 0g sé á þeirra borði.