fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Forn rolluskítur og íslensk aska kom fornleifafræðingum í Færeyjum á sporið

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. desember 2021 12:00

Frá Færeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar telja sig nú aflað frekari sannanna fyrir því að landnám Færeyja hafi átti sér stað í kringum árið 500. Ný rannsókn þess efnis var birt í vikunni. Það er rúmum 350 árum áður en talið er að víkingar hafi gert sig heimakomna á eyjunum en tæpum aldarfjórðungi var förinni heitið til Íslands.

Í byrjun þessarar aldar var hin almenna söguskoðun sú að víkingarnir hafi verið þeir fyrstu sem settust að í Færeyjum. Sú söguskoðun var fyrst og fremst byggð á upplýsingum úr fornum handritunum.

Árið 2013 var greint frá byltingarkenndum fundi fornleifafræðinga sem benti til þess að landnám Færeyja hafi átt sér stað mun fyrr. Um var að ræða brennda móösku með byggkornum sem kolefnisaldurgreinin sýndi að væri frá fjórðu til sjöttu öld.

En til þess að fá frekari sannanir ákváðu vísindamenn að rannsaka setlög stöðuvatns á við bæinn Eiði á Austurey, næststærstu eyju Færeyja, en þar var landnámsbyggð til forna. Undir þekktu landnámsöskulagi frá Íslandi frá árinu 877  fundu vísindamenn úrgang úr sauðfé sem rannsóknir benda til að sé frá árunum 492 til 512. Sauðfé sem flutt var til eyjanna af mönnum.

Ljóst er að þessi uppgötvun mun leiða til frekari rannsókna á hverjir þessir fyrstu landnemar voru. Ýmislegt bendir til þess að þetta fólk hafi verið af keltneskum uppruna, líklega landmenar frá Írlandi eða Skotlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur

Ljósleiðari rofnað í tvígang í Húnavatnssýslum á skömmum tíma – Þungar áhyggjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“

Segir að Inga Sæland þurfi að passa sig: „Derringur er sjaldnast af hinu góða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng

Ætla ekki að gera úrbætur á hættulegu hringtorgi þar sem keyrt var á átta ára dreng