fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar geta verið sprengja undir Andrew prins – „Þetta er hreint dínamít“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. desember 2021 06:04

Andrés prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman hefur Andrew Bretaprins verið tengdur við bandaríska barnaníðinginn Jeffrey Epstein og nafn hans hefur hvað eftir komið upp í tengslum við mál Epstein. Lögmenn prinsins hafa haldið því fram að ekki sé hægt að sækja hann til saka í málinu vegna samnings sem Epstein og Virginia Giuffre, eitt fórnarlamba hans, gerðu með sér í einkamáli fyrir mörgum árum.

En nú hefur málið tekið nýja stefnu sem gæti reynst Andrew skeinuhætt. Margir hafa velt því fyrir sér hvað stendur í samningi Epstein og Giuffre en hann er leynilegur. En kannski fáum við fljótlega upplýsingar um það því nú hefur bandarískur dómari ákveðið að samningurinn verði gerður opinber en þeirri ákvörðun má líkja við að sprengja hafi verið sett undir prinsinn. Sérfræðingar telja nær útilokað annað en að innihald samningsins sé eldfimt og að í honum séu upplýsingar sem geti skaðað prinsinn, óbeint eða beint, og tengi hann við barnaníð og kynferðisofbeldi. „Hvað sem kemur fram í þessum samningi þá er næstum óhjákvæmilegt að það geti verið dínamít,“ sagði Jakob Illeborg, fréttamaður B.T. um samninginn.

Loretta Preska, dómari, tilkynnti á þriðjudaginn að samningurinn verði gerður opinber. Independent skýrir frá þessu.

Nú standa yfir réttarhöld í máli ákæruvaldsins gegn Ghislaine Maxwell sem er ákærð fyrir að hafa verið samverkakona Epstein og að hafa aðstoðað hann við að komast í samband við ungar stúlkur sem hann, og stundum hún, beittu síðan kynferðislegu ofbeldi.

Fjórar konur, sem bera Maxwell þessum sökum, hafa komið fyrir dóm auk ráðsmanns Epsteins og fleiri vitna. Fram að þessu hafa vitnin nefnt nöfn Andrew prins, Donald Trump, Bill Clinton og fleiri sem eru sagðir hafa þekkt Epstein og umgengist hann.

Virginia Roberts Giuffre

Prinsinn hefur enn sem komið er ekki þurft að bera vitni í málinu en hann hefur dregist inn í það, meðal annars vegna ásakana Giuffre um að hún hafi verið kynlífsþræll Epstein og hafi verið neydd til að stunda kynlíf með prinsinum. Hún hefur einnig höfðað einkamál á hendur prinsinum en lögmenn hans telja að ekki sé hægt að sækja hann til saka vegna fyrrgreinds samnings Epstein og Giuffre frá 2008.

Samningurinn var gerður þeirra á milli í tengslum við ásakanir á hendur Epstein fyrir kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum. Opinbert mál var einnig höfðað í tengslum við málið og var Epstein þá dæmdur í 13 mánaða fangelsi en það þótti mörgum ótrúlega vægur dómur miðað við að um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum var að ræða.

Ghislaine Maxwell. Mynd:Wikimedia

 

 

 

 

 

 

 

 

Samkvæmt ákvörðun Preska verður þessi leynilegi samningur nú gerður opinber, í síðasta lagi 22. desember nema fulltrúar Epstein mótmæli því. Hann tekur ekki sjálfur til varna því hann fyrirfór sér í fangelsi í New York í ágúst 2019 en þar sat hann í gæsluvarðhaldi.

Öruggt má telja að margir bíði spenntir eftir að samningurinn verði gerður opinber og í Buckinghamhöll eru sumir væntanlega með miklar áhyggjur. Ekki er vitað hvað stendur í samningnum eða hversu nákvæmar lýsingar koma fram í honum eða hvort nöfn séu nefnd þar eða ákveðnir atburðir.

Eitt af því athyglisverðasta í tengslum við samninginn er af hverju prinsinn er nefndur í honum þegar um samning á milli tveggja annarra aðila, sem eru ótengdir prinsinum, er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti