fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

PLAY kynnir tvo nýja áfangastaði í Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 16. desember 2021 11:35

Birgir Jónsson, forstjóri, Play. Mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið PLAY hefur í dag miðasölu á flugi til Boston og Washington D.C. í Bandaríkjunum. Fyrsta flug PLAY til Washington verður 20. apríl á næsta ári og 11. maí til Boston. PLAY mun fljúga til Logan flugvallar í Boston og Baltimore/Washington International flugvallar á milli Baltimore og Washington D.C. PLAY hefur fengið öll tilskilin leyfi til að hefja flug til Bandaríkjanna frá bandarískum flugmálayfirvöldum.

 

Þessi áfangi er afar þýðingarmikill fyrir PLAY því nú tekur við næsti kafli í sögu félagsins með því að bæta við tengifarþegum yfir Atlantshafið og stækka markaðssvæði PLAY.  Í vor verður hægt að fljúga með tengiflugi á milli áfangastaða í Bandaríkjunum, og Parísar, Berlínar, London, Kaupmannahafnar, Dublin, Brussel, Stafangurs, Þrándheims og Gautaborgar í Evrópu.

 

Með tilkomu Boston og Washington D.C. mun PLAY fljúga til 24 áfangastaða í Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári en til viðbótar við fyrrgreinda áfangastaði flýgur PLAY til Alicante, Amsterdam, Barcelona, Bologna, Gran Canaria, Lissabon, Madríd, Malaga, Mallorca, Prag, Salzburg, Stuttgart og Tenerife.

PLAY mun notast við sex nýjar Airbus A320neo og A321neo flugvélar næsta sumar. Airbus A320 fjölskyldan hentar rekstri PLAY sérstaklega vel. Stærð og drægni vélanna gera PLAY kleift að þjónusta stærri og minni markaði, nær og fjær, og þá eru þær sparneytnar á eldsneyti.

„Það er hreint út sagt magnað að horfa upp á árangur PLAY nú þegar við höfum náð markmiði okkar um að hefja sölu á flugi til Bandaríkjanna. Síðustu mánuðir hafa verið virkilega krefjandi á þessum óvissutímum sem stafa af kórónuveirufaraldrinum og við værum aldrei komin á þennan stað nema með ótrúlegu baráttuþreki starfsfólks PLAY sem hefur aldrei látið deigan síga. Þá er ég afskaplega stoltur af því að áætlanir um stækkun leiðakerfis okkar hafi gengið upp í þessu árferði. Árangurinn er öflugt flugfélag sem mun bjóða Íslendingum ódýrari valkost í flugi til Bandaríkjanna. Við finnum fyrir miklum ferðahug, bæði hér á landi og erlendis, en kannanir sýna að tveir þriðju Bandaríkjamanna eru að skipuleggja næsta frí með erlenda áfangastaði efst í huga. Nú getum við loksins boðið flug til og frá Boston og Washington D.C. þannig að ferðalangar geta komist til Íslands og yfir Atlantshafið á viðráðanlegu verði og notið dvalarinnar á áfangastað án þess að þurfa eyða of miklu til að komast þangað,“ segir Birgir Jónsson forstjóri PLAY.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir

Skellt í lás á Bryggjunni brugghús og eigendur gjafabréfa áhyggjufullir
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún kveður Stöð 2 eftir sextán ár – „Þessi ákvörðun var erfið“

Sigrún kveður Stöð 2 eftir sextán ár – „Þessi ákvörðun var erfið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins