fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
433Sport

FH-ingar vilja fara blandaða leið – Dýrari en meiri gæði segir Viðar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 10:00

Viðar Halldórsson Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, segir að félagið skoði nú að leggja hybrid-gras. Um er að ræða blandaða leið sem inniheldur gervigras og alvöru gras. Flest stærstu lið Evrópu nota þessa lausn. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

FH-ingar vilja byrja á að setja þetta á æfingavöll félagsins og ef vel tekst til að setja það einnig á aðalvöll félagsins.

Ljóst er að íslensk félög þurfa að leita lausna til að hafa aðstöðu sem virkar stærstan hluta ársins. Verið er að lengja tímabilið og fjöldi félaga er því á leið á gervigras. Það vilja FH-ingar ekki gera.

„Við erum í þeim fasa að skoða tæknilega útfærslu og kostnað við að leggja hybrid-gras á æfingasvæðið okkar, sem átti að leggja í ágúst síðastliðnum. Þá átti að sá í, en það dróst og nú erum við að skoða að fara í þessa blöndu. Ég veit að KRingar eru líka að skoða að fara þá leið í sínum framkvæmdum,“ segir Viðar um áform FH við Fréttablaðið.

„Vissulega er dýrt að leggja hybridgras, en það ber að skoða það að við getum notað völlinn átta mánuði á ári. Við erum búnir að funda með tveimur framleiðendum hybridgrasvalla og það styttist í að það liggi fyrir hver kostnaðurinn er við að leggja völlinn og svo að halda honum við,“ segir Viðar.

Viðtalið við Viðar úr Fréttablaðinu má lesa í heild hérna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi

Stuðningsmenn United fá mikil gleðitíðindi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins

United hefur viðræður vegna Brasilíumannsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna

Óvæntar kjaftasögur á kreiki um stjörnuna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi

Móðir og fimm ára sonur numin á brott í kjölfar innbrots – Faðirinn faldi sig undir rúmi
433Sport
Í gær

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“

Nafngreinir tvo heimsfræga menn sem tóku upp kynlífsmyndband: Var sjálfur mjög ósáttur – ,,Stelpan var miður sín“
433Sport
Í gær

Vardy kveður í sumar

Vardy kveður í sumar