Samkomulag flokkanna gildir í nokkur ár en samkvæmt því er ríkisstjórninni heimilað að ganga til samninga við yfirvöld í Kósóvó um leigu á 300 fangelsisrýmum. Þau verða aðallega notuð undir afbrotamenn sem hefur verið vísað úr landi í Danmörku.
Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra, skýrði frá þessu í gær. Hann sagði að að öllu óbreyttu hefði Dani skort um 1.000 fangelsisrými árið 2025 en með þessu samkomulagi verði hægt að leysa málið.
Flokkarnir náðu saman um að unnið verði að því að ganga frá leigu á fangelsisrýmum í Kósóvó til að vista afbrotamenn, sem hefur verið vísað úr landi, í. Einnig verður rýmum í dönskum fangelsum fjölgað og einnig verður peningum veitt til þess að bæta menntun fangavarða og bæta starfsumhverfi þeirra og laða fólk til starfa í fangelsunum.
Dómsmálaráðuneytið hefur verið í viðræðum við stjórnvöld í Kósóvó í um eitt ár um leigu á fangelsisrýmum þar. Hækkerup sagði enn eigi eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en hann sé bjartsýnn á að samningar náist.