fbpx
Laugardagur 28.desember 2024
Pressan

Fjögur börn létust og nokkur eru alvarlega slösuð eftir að hoppukastali fauk upp í loftið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. desember 2021 05:02

Frá vettvangi. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögur börn létust og nokkur eru alvarlega slösuð eftir að þau hröpuðu úr 10 metra hæð til jarðar þegar hoppukastali fauk upp í loftið. Þetta gerðist við Hillcrest grunnskólann í Devonport á Tasmaníu í Ástralíu.

Tilkynning um slysið barst um klukkan 10 í dag að staðartíma. Debbie Williams, talskona lögreglunnar, sagði að aðkoman á vettvang hafi verið skelfileg. „Því miður þá get ég staðfest að tvö börn eru látin,“ sagði hún að sögn The Guardian.

Nokkrar þyrlur voru notaðar til að flytja börn á sjúkrahús og fjöldi sjúkraflutningamanna og lögreglumanna var á vettvangi.

Skólanum var lokað eftir slysið og hann verður einnig lokaður á morgun.

Skólinn var að fagna lokum skólaársins og því hafði hoppukastala verið komið fyrir á lóð hans.

Scott Morrison, forsætisráðherra, sagði slysið vera skelfilegt.

Uppfært klukkan 05.50

Tala látinna hefur verið verið uppfærð en nú hefur verið staðfest að fjögur börn eru látin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“

Ótrúlegar tekjur af „All I Want For Christmas Is U“
Pressan
Í gær

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda