fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Fréttir

María Guðmundsdóttir leikkona látin – Sló í gegn í Steindanum okkar og Steypustöðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 17:00

María Guðmundsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Guðmundsdóttir leikkona lést á Landspítalanum á þriðjudagsmorgun, þann 14. desember. Dóttir hennar, Dóra G. Wild, tilkynnti um andlátið á Facebook og segir:

„Betri mömmu og vinkonu er ekki hægt að hugsa sér. Það er svo ósköp sárt að hugsa til þess að hún sé farin frá okkur. Útförin verður auglýst síðar.“

Dóra segir í samtali við DV að móðir hennar hafi verið veik í nokkur ár en þó var það bara síðustu mánuði, eða síðasta árið, sem veikindin voru erfið. Hún var þó heima hjá sér fram undir það síðasta.

María var fædd 9. nóvember árið 1935 og varð því 86 ára í síðasta mánuði. Hún sló í gegn í gamanþáttunum Steindinn okkar og Steypustöðin. Dóra minnir þó á að María hafi einnig vakið athygli fyrir hressilegan leik í kvikmyndinni Perlur og svín. „Þar lék hún alveg hræðilega fyllibyttu,“ segir Dóra og hlær.

Dóra segir að leiklistarferill móður hennar, og hennar sjálfrar um leið, hafi byrjað árið 1994, er þær gengu saman í Leikfélag Mosfellssveitar. „Við fórum saman í Leikfélag Mosfellssveitar árið 1994, við mæðgurnar, og tókum þetta bara með trompi. Hún ívið meira, en við störfuðum með leikfélaginu æ síðan og það hefur verið okkar ær og kýr. Það er bara fjör.“

Dóra minnist móður sinnar með miklum hlýhug og víst er að María gladdi hjörtu margra landsmanna og kitlaði hláturtaugar þeirra með sínum skemmtilegu og bráðfyndnu tilþrifum. „Hún var bara yndisleg,“ segir Dóra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“
Fréttir
Í gær

„Hvað drífur þessa aðila áfram sem ákveða að byggja með þessum hætti, er það græðgi, er þeim sama um annað fólk?“

„Hvað drífur þessa aðila áfram sem ákveða að byggja með þessum hætti, er það græðgi, er þeim sama um annað fólk?“
Fréttir
Í gær

Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður

Titringur í Hafnarfirði vegna Coda Terminal kosningar – Hart tekist á um „eitur“ sem eigi að dæla niður