fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

Heimila ræktun og neyslu kannabis á Möltu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. desember 2021 19:00

Kannabisplöntur í rætkun. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær samþykkti maltneska þingi frumvarp sem heimilar ræktun og neyslu kannabis. Áður hafa til dæmis Holland og Spánn heimilað ræktun og neyslu kannabis með ákveðnum takmörkunum. Á Möltu verður einnig heimilt að stofna félög um ræktun kannabis og mega að hámarki 500 manns vera í hverju félagi.

Samkvæmt lögunum má fólk vera með allt að sjö grömm af kannabis í vörslu sinni án þess að það sé refsivert. Þess utan má fólk rækta fjórar kannabisplöntur heima hjá sér. Einnig má stofna félög um ræktun kannabis en fjöldi meðlima er takmarkaður við 500 manns. Þessi félög mega ekki vera rekin með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi og aðeins félagar í þeim mega fá aðgang að plöntunum.

Robert Abela, forsætisráðherra, segist vonast til að þetta dragi úr afbrotum sem fylgja ólöglegum viðskiptum með fíkniefnum. „Við setjum þessi lög til að takast á við vandamál. Markmið okkar er að lágmarka tjónið með því að setja lög um þennan geira, þannig að fólk þurfi ekki að fara á svarta markaðinn til að kaupa kannabis,“ sagði hann.

Nú þarf forseti landsins að staðfesta lögin og síðan taka þau gildi.

Ef fólk brýtur gegn 7 gramma hámarkinu verður sektin 100 evrur fyrir að vera með á milli 7 og 28 grömm af kannabis. Ef ungmenni verða tekin með kannabis verður hægt að skikka þau í meðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi

Lést á voveiflegan hátt skömmu eftir að hafa lent í bílslysi
Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum

Yfirmaður bólusetninga í Bandaríkjunum hættir störfum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng

Óhugnaður í Þýskalandi: Dauðaleit stendur yfir að sex ára dreng
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning

Nostradamus nútímans með hrollvekjandi spá – Heimsstyrjöld og herkvaðning
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði