Samkvæmt lögunum má fólk vera með allt að sjö grömm af kannabis í vörslu sinni án þess að það sé refsivert. Þess utan má fólk rækta fjórar kannabisplöntur heima hjá sér. Einnig má stofna félög um ræktun kannabis en fjöldi meðlima er takmarkaður við 500 manns. Þessi félög mega ekki vera rekin með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi og aðeins félagar í þeim mega fá aðgang að plöntunum.
Robert Abela, forsætisráðherra, segist vonast til að þetta dragi úr afbrotum sem fylgja ólöglegum viðskiptum með fíkniefnum. „Við setjum þessi lög til að takast á við vandamál. Markmið okkar er að lágmarka tjónið með því að setja lög um þennan geira, þannig að fólk þurfi ekki að fara á svarta markaðinn til að kaupa kannabis,“ sagði hann.
Nú þarf forseti landsins að staðfesta lögin og síðan taka þau gildi.
Ef fólk brýtur gegn 7 gramma hámarkinu verður sektin 100 evrur fyrir að vera með á milli 7 og 28 grömm af kannabis. Ef ungmenni verða tekin með kannabis verður hægt að skikka þau í meðferð.