Skiptalok Nora Watches voru auglýst í í Lögbirtingablaðinu í dag, en þar kemur fram að lýstar kröfur fyrirtækisins hafi verið tæplega fjórtán milljónir, nánar tiltekið 13.779.670 krónur.
Líkt og nafnið gefur til kynna var um að ræða úrafyrirtæki sem stofnað var í byrjun árs 2017. Stofnendur þess voru athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, og viðskiptafélagi hans Þorbjörn Einar Guðmundsson.
Sjá einnig: Nora Watches úrskurðað gjaldþrota
Bú Nora watches var tekið til gjaldþrotaskipta 2. september á þessu ári, og þeim lauk þann 8. desember. Fram kemur að engar kröfur hafi fundist í búinu.
DV fjallaði um mál Nora Watches á sínum tíma þegar athugull netverji sakaði Óla Geir um að selja ódýr erlend úr sem eigin hönnun. Svo virtist vera sem samskonar úr væri til sölu á vefsíðunni Gearbest.com þar sem söluverðið var tæplega 4.000 krónur. Almennt kostuðu úr hjá fyrirtæki Óla Geirs að minnsta kosti yfir 15.000 krónur.
Í kjölfar þess eyddi Óli Geir færslu sinni, og lítið heyrðist frá Nora upp úr því.