fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Eyjan

Sigríður hjólar í Þórólf: Segir hann ýkja niðurstöður rannsókna – „Himinn og haf á milli talna sóttvarnalæknis og talna ECDC“

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 18:30

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni, harðlega í færslu sem birtist á Facebook-síðu hennar í dag. Hún sakar Þórólf um að ýkja ítrekað niðurstöður rannsókna er varða áhrif kórónaveirunnar á börn.

Í umfjöllun sóttvarnalæknis á upplýsingasíðunni covid.is vitnaði hann í samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC), en Sigríður vill meina að „himinn og haf“ sé á milli talna Þórólfs og þeirra sem birtast í samantektinni.

„Mér er fyrirmunað að skilja hví sóttvarnalæknir ýkir ítrekað niðurstöður rannsókna á áhrifum veirunnar á börn. Í dag fullyrðir hann á upplýsingasíðu sinni að Sóttvarnastofnun ESB (ECDC) hafi gefið út að 0,6% barna „sem smitast“ af Covid-19 þurfi spítalainnlögn og 10% þeirra gjörgæslu og 0,006% „smitaðra“ látist.

Þegar rýnt er í samantekt ECDC er engan veginn hægt að lesa þetta út úr samantekt stofnunarinnar. Það er himinn og haf á milli talna sóttvarnalæknis og talna ECDC. Mér sýnist sóttvarnalæknir ganga út frá því að öll börn sem „smitist“ „greinist“. Það greinast hins vegar ekki allir sem smitast.“

Sigríður vill meina að umfjöllun sóttvarnalæknis sé ónákvæm, og dragi úr trúverðugleika boðskaparins. Hún gefur til kynna að markmið Þórólfs sé annað hvort að hvetja til bólusetningu barna, eða að réttlæta áframhaldandi sóttvarnaraðgerðir, sem hún kallar „þvingunaraðgerðir í nafni sóttvarna“.

„Ónákvæmni af þessum toga, mögulega til þess að hvetja til bólusetningu barna (sem ég ætla ekki að hafa skoðun á), mögulega til að réttlæta áframhaldandi þvingunaraðgerðir í nafni sóttvarna, er til þess fallin að draga úr trúverðugleika boðskaparins. Ekki síst þegar í skýrslu ECDC kemur fram að „bólusetningarátak sem ætlað er að draga úr Covid alvarlegum veikindum og dauðsföllum ætti að beinast að auknu bólusetningarhlutfalli fullorðins fólks.“ Og áður en stefna er mótuð um bólusetningu barna vegna Covid-19 leggur ECDC til að hugað sé að framkvæmd slíkrar bólusetningar og heilsufarslegu jafnræði. Hefur það verið gert hér á landi nú þegar bólusetningar barna eru boðaðar?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína

Þorsteinn Pálsson: VG út og Samfylking inn eða hrein vinstri stjórn nema miðjuflokkarnir bæti stöðu sína
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár

Þorsteinn Pálsson skrifar: Straumfall til vinstri í sjö ár
Eyjan
Fyrir 1 viku

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna

Forsætisráðherra Grænlands heimsótti íslensku gullvinnsluna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“

Ragnar Þór harðorður í garð stjórnmálamanna sem reyni að gera PISA að kynjamáli – „Harðsvíruð tilraun til að drepa málinu á dreif“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi

Sigrún og Andrea í framkvæmdastjórn Coca-Cola á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum

Lífskjör: Kaupmáttur á Íslandi mun minni en hjá nágrannaþjóðum – þriðjungi meiri í Færeyjum
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi

Guðlaugur Þór hefur miklar efasemdir um fyrirhugaða þéttingu byggðar í Grafarvogi