Franski sundmaðurinn Yannick Agnel, sem vann til tvennra gullverðlauna á Ólympíuleikunum í London árið 2012, hefur viðurkennt að hafa brotið kynferðislega gegn barni, nánar tiltekið dóttur eins þjálfarans síns.
Yannick, sem er 29 ára gamall, var handtekinn á fimmtudaginn í síðustu viku á heimili sínu í París vegna gruns um nauðgun og önnur kynferðisbrot.
Edwige Roux-Morizot, franskur saksóknari, sagði á blaðamannafundi að Yannick hafi „kannast við ásakanirnar gegn sér“ og að hann hafi „grunað að um þvingun hafi verið að ræða“.
Stelpan sem Yannick braut gegn var 13 ára gömul árið 2016 þegar Yannick, sem var þá 24 ára gamall. er sagður hafa brotið á henni.