fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Ákærðir fyrir mannrán og morð

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. desember 2021 22:00

Hinir ákærðu. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar á síðasta ári hóf Erik Charles Maund, kaupsýslumaður frá Texas, tölvupóstsamskipti við konu í Nashville. Hann hafði áður verið í ástarsambandi með henni. Hann ætlaði að fara til Nashville síðar í mánuðinum og hafði í hyggju að hitta hana þá. Að heimsókninni lokinni fékk Maund, sem er kvæntur, fjölda skilaboða frá manni sem átti í ástarsambandi við konuna. Hann krafði Maund um peninga fyrir þögn sína. Þetta varð til þess að Maund fékk þrjá menn til liðs við sig en ætlun þeirra var að ræna manninum og myrða hann.

Fjórmenningarnir voru nýlega handteknir að sögn yfirvalda. Auk Maund eru það Gilad Peled, Byron Brockway og Adam Carey sem voru handteknir.  Peled þóttist vera fyrrum liðsmaður ísraelska hersins, Brockway er fyrrum liðsmaður bandaríska landgönguliðsins og Carey er fyrrum liðsmaður sérsveita landgönguliðsins. CNN skýrir frá þessu.

Konan, sem Maund hitti, hét Holly Williams og var 33 ára. Unnusti hennar, sá sem krafði Maund um greiðslu, hét William Lanway og var 36 ára.

Fjórmenningarnir hafa nú verið ákærðir fyrir samsæri þar sem þeir hafi haft í hyggju að ræna Williams og Lanway og myrða þau. Þeir eru einnig ákærðir fyrir vopnaburð. Ef þeir verða fundnir sekir eiga þeir allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.

Áætlunin um að ræna Williams og Lanway hófst í byrjun mars á síðasta ári þegar Maund tók 15.000 dollara út af bankareikningi sínum og „upplýsingaskýrsla“ var afhent Peled en það var ættingi Brockway sem gerði hana en hann vann fyrir netöryggisfyrirtæki.

Sex dögum síðar símsendi Maund 150.000 dollara til reiknings sem Peled á en á sama tíma fóru Brockway og Carey, vopnaðir skammbyssum, að heimili Williams og Lanway.  Þar var Lanway skotinn til bana og Williams numin á brott af Brockway og Carey. Þeir óku með hana og lík Lanway að byggingasvæði þar sem þeir skutu Williams til bana að því er segir í ákærunni.

Nokkru eftir morðið millifærði Maund 750.000 dollara inn á reikning Peled sem greiddi síðan Brockway og Carey fyrir að hafa rænt parinu og myrt.

Það voru liðsmenn alríkislögreglunnar FBI sem handtóku fjórmenningana nýlega. Þeir voru handteknir á fjórum stöðum í Bandaríkjunum en verða allir framseldir til Tennessee þar sem réttað verður yfir þeim síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð