fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Telja sig hafa leyst eina af ráðgátunum um kórónuveiruna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. desember 2021 08:01

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni hafa upplifað að hafa algjörlega misst lyktar- og bragðskynið. Þetta hefur vakið mikla undrun vísindamanna en nú telja sænskir vísindamenn sig vera komna nálægt því að leysa þessa ráðgátu.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að þetta snúist um að vísindamenn hafi fundið kórónuveiru í svokölluðum stuðningsfrumum við lyktarnemana í nefinu. Veiran truflar starfsemi stuðningsfrumanna og svæðið í kringum þær, við lyktarnemana, verður óvirkt er haft eftir Johan Lundström, dósent í klínískri taugasjúkdómafræði við Karólínsku stofnunina. Hann sagði að veiran hafi líklega einnig áhrif á það svæði heilans sem tekur við lykt frá nefinu. Vísindamennirnir fundu ummerki um kórónuveiru á þessu svæði og telja því að það geti skýrt af hverju lyktarskynið fer úr skorðum við smit. „Veiran kemst þangað en ekki lengra,“ sagði hann um veru hennar í heilanum.

Þessi uppgötvun gæti verið góð frétt fyrir þá sem hafa orðið illa fyrir barðinu á þessum einkennum því þetta getur auðveldað þjálfun lyktarskynsins á nýjan leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið