fbpx
Laugardagur 01.febrúar 2025
Fréttir

Ríkislögreglustjóri lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna netöryggis

Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 13. desember 2021 17:29

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. Ákvörðunin var tekin í kjölfar fundar Almannavarna,  netöryggissveitarinnar CERT-IS og Fjarskiptastofu í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, en unnið er samkvæmt viðbragðsáætlun almannavarna og CERT-IS um verndun ómissandi upplýsingainnviða.

Í tilkynningunni segir:

„Alvarleiki veikleikans felst fyrst og fremst í því hvað Log4j kóðasafnið er útbreitt og hversu djúpan og ríkan aðgang það getur veitt að innri kerfum.

Það er mikilvægt að taka fram að þessi veikleiki er ekki séríslenskt fyrirbrigði heldur vandamál um allan heim og einnig að hann beinist fyrst og fremst að rekstri net- og tölvukerfa. Þannig þarf almenningur ekki að óttast hann sérstaklega þegar kemur að heimilistölvunni eða farsímum. Það er þó alltaf góð vinnuregla að uppfæra vírusvarnir og annan hugbúnað um leið og uppfærslur eru kynntar.“

Þá er þeim tilmælum komið á framfæri að rekstraraðilar net- og tölvukerfa fari yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti fundist. Og í kjölfarið uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði.

Einnig þurfi að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ólöf Tara er látin

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni

Harmleikurinn í Bandaríkjunum: Flugumferðarstjóri fékk að fara fyrr heim af vaktinni
Fréttir
Í gær

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Í gær

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi
Fréttir
Í gær

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins

Ekki næst í Gabriel sem sakaður er um að smygla miklu magni af kókaíni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“

Brynjar Karl sakar fréttamann um að hafa snúið út úr viðtali á versta veg – „Hvenær ætla menn að fatta að það er ekki hægt að leggja menn eins og mig í einelti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld hafin yfir konu sem sökuð er um að stela yfir 8 milljónum af Grunnskólanum á Þórshöfn

Réttarhöld hafin yfir konu sem sökuð er um að stela yfir 8 milljónum af Grunnskólanum á Þórshöfn