fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Matur

Hátíðarosturinn frá Biobú sem beðið hefur verið eftir

Sjöfn Þórðardóttir
Mánudaginn 20. desember 2021 19:00

Hátíðarosturinn frá Bióbú er lífrænn og unninn í samstarfi við Matarbúr Kaju/Café Kaju sem sérblandaði kryddblöndu sem ostinum er velt upp úr. Í honum er paprika, broddkúmen, herbes de provence, sjávarsalt, sinnepsfræ, hvítlaukur og svartur pipar./Ljósmynd aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir hafa beðið spenntir eftir Hátíðarostinum frá Biobú frá því um síðustu jól en þá kom hann á markað í fyrsta skipti. Nú er biðin á enda því Hátíðarosturinn er nú kominn í verslanir aftur fyrir þessi jól. Osturinn var unninn í samstarfi við Matarbúr Kaju/Café Kaju sem sérblandaði kryddblöndu sem ostinum er velt upp úr. Í honum er paprika, broddkúmen, herbes de provence, sjávarsalt, sinnepsfræ, hvítlaukur og svartur pipar sem mynda skemmtilegt bragð sem kemur braglaukunum á flug.

,,Hátíðarosturinn er dásamlegur einn og sér, á ostabakkann, í matseldina eða það sem hugurinn girnist,“ segir Ása Hlín Gunnarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Biobú.

Hún segir ánægjulegt hve margir biðu spenntir eftir jólaostinum enda sé fátt skemmtilegra en að koma með vöru á markað sem slær í gegn. Fleiri spennandi nýjungar eru væntanlegar frá fyrirtækinu á næstunni en Biobú er framleiðslufyrirtæki sem notar eingöngu lífræna mjólk og lífræn hráefni í sína framleiðslu. Úrvalið samanstendur af fjölmörgum tegundum af jógúrt, grískri jógúrt, ostum, mjólk og nú nýlega kjöt vörum. Lífrænar vörur eru í mikilli sókn og margir leggja mikið upp úr því að velja lífrænt.

Osturinn fæst í Hagkaup, Fjarðarkaup, stærri Krónubúðum, Melabúðinni, Brauðhúsinu, Matarbúr Kaju/Café Kaju, Heimkaup og Frú Laugu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna